Fundur stjórnar 01.03.2017

Staðsetning: Kjarvalsstaðir
Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Elísabet Pétursdóttir, Þorvaldur Guðjónsson, Tinna Heimisdóttir, Bjarki Sigurjónsson og Hulda Valdís Valdimarsdóttir
Fundur settur klukkan: 12:16

1. Fræðslunefnd
– Tinna er búin að bera hitan og þungann af þessari nefnd, margir þátttakendur í nefndinni sem eru mjög uppteknir í öðrum verkefnum.
– Stuðboltar verkefnið var kynnt á hádegisverðarfundi 23. febrúar.
– Barnalýðræði er fyrirhugað sem næsta fræðsla og dagsetning kemur síðar einnig vangaveltur með að einstaklingar sem koma úr NY ferð og kynna starfsemina og verkefnin sem þau fá kynningu á.
– Vangaveltur með könnun til félagsmanna um áhuga á hádegisverðarfundum. Ástæðan er dræm þátttaka á hádegisverðarfundi
– Guðmundur Ari talar um verkefni sem hann er að vinna sem er námskeið uppúr bók sem hann gaf út. Umræður áttu sér stað um hvort að námskeiðið ætti að vera í nafni fagfélagsins eða á vegum Guðmundar Ara. Ákvörðum tekin um að Fagfélagið mun auglýsa námskeið sem Guðmundur Ari er að skipuleggja á eigin vegum. Megin ástæðan er sú að inntak námskeiðsins hæfir markmiðum fagfélagsins. Vonandi hefur þetta jákvæð áhrif á aðra félagsmanna til að halda námskeið á eigin vegum og nýta fagfélagið sem vettvang til að ná til markhóps.

2. Ferðanefnd
það er skipulagsvinna í gangi. Það eru öflugir samstarfsaðilar sem eru að bóka dagskránna. undirbúningur í fullum gangi. Mikil spenna og eftirvænting í félagsmönnum. Er stjórnin fulll tilhlökkunar til að takast á við þetta spennandi verkefni.

3. Inntaka nýrra félaga
– Eva María Einarsdóttir Ísafjarðarbær Forstöðumaður félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar
– Sonja Einarsdóttir Félagsmiðstöðin Zveskjan, Fjarðabyggð Forstöðumaður
– Katrín Birna Viðarsdóttir Félagsmiðstöðin Atóm Forstöðumaður
– Andrea Bergmann Félagsmiðstöðin Askja Forstöðumaður

4. Bootcamp verkefnið
Skype fundur var haldinn á mánudaginn. kynntar pælingar okkar . Það var tekið ágætlega í það en ákveðið var að næsti fundur væri tekin í hugmyndafræðina sem fram fer í byrjun maí. Fulltrúar sem fara frá fagfélaginu eru Guðmundur Ari, Valdi og Elísabet. Skipulagður var auka fundir miðjan ágúst.

5. Önnur mál
a. Vinnuskýrslur formanns
Vinnuskýrsla samþykkt
b. Peningamál
Peningamál góð
c. Stefnumótun
Umræða um að setja á laggirnar kjaranefnd sem hefur það hlutverk að berjast fyrir stétta og kjaramálum.

Fundi slitið klukkan 13:10