Fundur stjórnar 01.02.2017

Staðsetning: Kjarvalsstaðir
Mættir: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Halldór Hlöðversson, Þorvaldur Guðjónsson, Tinna Heimisdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir
Fundur settur klukkan: 12:16

1. Fræðslunefnd
a. Haldin var fræðsla „Stafræn borgaravitund – Starfsmaðurinn og snjallsíminn“ 26. janúar 2017 sem gekk mjög vel. Mættu talsvert færri en voru búnir að boða komu sína á Facebook. Það mættu 14. Fræðslan var haldin á Hressó og það reyndist betur en að vera á Hressó. Aðgengi gott fyrir barnavagna og hjólastóla.
b. Næsta fræðsla er áætluð í febrúar og þar verður fókusinn á barna- og unglingalýðræði. Stefnum á að virkja frístundaheimilin til að mæta líka á þá fræðslu.

2. Ferðanefnd
a. Fylltist strax í ferðina og 3 lentu á biðlista
b. Búið að halda skipulagsfund
c. Verið að vinna í dagskrá í samráði við FÍÆT og samstarfsaðila okkar í Eistlandi

3. Inntaka nýrra félaga
– Stefán Gauti Sveinsson Félagsmiðstöðin Álftanesi
– Sigurður Sigurbjörnsson Húsið Menningarhús Ungmenna
– Margrét Bára Davíðsdóttir Húsið
– María Dögg Rafnsdóttir Húsið
– Kristófer Nökkvi Sigurðsson Selið við Melaskóla
– Hildur Björnsdóttir Frístundarheimilið Víðisel við Selásskóla
– Esther Ósk Arnórsdóttir Ísafjarðarbær Tómstundafulltrúi
– Nanna Baldursdóttir Félagsmiðstöðin Boðinn, Kópavogi

4. Bootcamp verkefnið
a. Haldnir voru tveir fundir hjá innlenda ráðgjafateyminu
b. Haldinn var einn Skype fundur með verkefnateyminu
c. Styrktarumsóknir til sveitarfélaga sendar á:
• Vestmannaeyjarbæ
• Skagafjörð
• Mosfellsbæ
• Kópavog
• Ísafjörð (Erindi hafnað)
• Hafnafjörð (Erindi hafnað)
• Garðabæ
• Fljótsdalshérað
• Fjarðabyggð
• Árborg (Vísað í fagnefnd til umsagnar)
• Akureyrarbæ
• Akranes
• Reykjavíkurborg
• Seltjarnarnesbæ (100.000 krónur)

5. Önnur mál
a. Vinnuskýrslur formanns

Fundi slitið klukkan 13:02