Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?

Fyrsta hádegisfræðsla FFF á árinu 2017 er með yfirskriftinni:

“Hvað er stafræn borgaraleg vitund og af hverju eigum við að vera meðvituð um það í frístundastarfi?” og “Samskiptamiðlar og starfsfólk – hvað ber að hafa í huga”

Umsjónarmenn fræðslunnar eru þær Þórunn Vignisdóttir og Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir. Virkilega áhugaverð fræðsla fyrir fólk sem starfar með fólki á öllum aldri, allt frá börnum til aldraðra. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta.