Tæknilæsi í félagsmiðstöðvum fullorðinna

Yfir 8 vikna tímabil sumarið 2020 flakkaði hópur af ungmennum á milli félagsmiðstöðva fullorðinna í Reykjavík og kenndi fullorðnu fólki að nota spjaldtölvur. Verkefnið gekk vonum framar og náði til tæplega 140 einstaklinga sem lærðu á spjaldtölvur.

Á föstudaginn var stóð FFF fyrir fræðslu þar sem Rannveig Ernudóttir félagi okkar, virkniþjálfi Dalbrautarþorpsins og verkefnastjóri Tæknilæsis sagði okkur frá námskeiðunum og fleiru fróðlegu um félagsstarf fullorðinna.

Hægt er að horfa á upptöku af fræðslunni í spilaranum hér að neðan: