Fundargerð frá starfsdegi stjórnar

Starfsdagur stjórnar FFF 2018-19
Hólmavík, 18. ágúst 2018
Mættir: Jóna Rán Pétursdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Íris Ósk Ingadóttir,
Gísli Felix Ragnarsson, Bjarki Sigurjónsson.
Fundur settur kl. 12:00

1. Stefnumótun

 • Stjórn er sammála um að hlutverk félagsins sé meðal annars að halda uppi
  samráðsvettvangi fyrir fagfólk á sviðinu, sem og að bjóða upp á góðar fræðslur um
  nýsköpun og þróun í frítímaþjónustu. Stefnt er að því að bjóða upp á fjórar fræðslur og
  að halda einn samráðsfund á vesturlandi. Félagið tekur áfram þátt í því að velja
  fyrirmyndarverkefni útskriftarnema úr tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ.
 • Að auki kom upp hugmynd um að félagið myndi stefna að auknu samstarfi fagfólks í
  frítímaþjónustu við meðferðarstofnanir og úrræði fyrir ungt fólk til þess að reyna að
  sporna við aukinni neyslu ungmenna á lyfseðilsskyldum lyfjum. Hægt væri að setja
  upp málþing eða ráðstefnu þar sem að ólíkir aðilar úr heilbrigðiskerfinu kæmu til
  fundar við fagfólk í frítímaþjónustu sem að öllu jafna sinnir miklu forvarnarstarfi.
 • Stefnt er að því að koma betur til móts við fagfólk í frítímaþjónustu fyrir eldri
  borgara, meðal annars með fræðslu
 • Stjórn er sammála um að halda áfram með hugmyndir fyrri stjórnar um að gefa út
  varning tengdan félaginu fyrir félagsmenn.

2. Fræðslur og verkefni

 • Samfella í frítímaþjónustu, fræðsla frá Esther Ösp og Írisi Ósk frá Hólmavík,
  mögulega gæti skólastjóri grunnskólans komið með innlegg líka. Rætt er hvort að
  kynna ætti þessa fræðslu fyrir kennurum og skólastjórnendum líka. Mögulega væri
  hægt að opna með því dyr sem leiða til meira og betra samstarfs á milli skóla og
  frítímaþjónustu. Esther Ösp og Íris Ósk ábyrgðarmenn.
 • Frítímaþjónusta í framhaldsskólum, félagsmálafulltrúar, hver er reynslan? Nú hafa
  framhaldsskólar sett aukinn kraft í að ráða inn fagfólk til þess að sinna félagsmálum
  innan skólans. Forvitnilegt væri að heyra hver reynslan af slíku starfi hefur verið,
  hvernig slíkt starf hefur þróast og hver eru einkenni frítímaþjónustu fyrir
  framhaldsskólanemendur. Jóna Rán ábyrgðarmaður.
 • Eldri borgara starf, stjórn hefur ekki reynslu af frítímaþjónustu fyrir eldri borgara og
  þarf því að sækja sér upplýsingar um hentugt efni. Þessi fræðsla gæti verið
  vettvangsheimsókn. Bjarki ábyrgðarmaður.
 • Fræðsla um rafíþróttir í frítímaþjónustu, stjórn hefur orðið vör við áhugavert
  grasrótarstarf á þessu sviði og langar því að vekja athygli á því. Líklega yrði þessi
  fræðsla seinni part vetrar og væri þá hægt að segja frá þróun mála í vetur, hvaða
  hugmyndir gengur vel að framkvæma og hver árangurinn verður. Jóna Rán
  ábyrgðarmaður.
 • Fyrirmyndarverkefni. Félagið kemur að valinu ásamt FÍÆT og Háskóla Íslands.
  Bjarki Sigurjónsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir sitja í valnefnd fyrir hönd stjórnar.
 • Námsferð. Stjórn athugar með Ástralíu, mögulega í samstarfi við FÍÆT. Ef Ástralía
  gengur ekki upp er rætt um Finnland sem heppilegan áfangastað, mögulega væri hægt
  að heimsækja þar fjölbreytta frítímaþjónustu sem myndi höfða til sem flestra í
  félaginu. Jóna Rán ábyrgðarmaður
 • Félaginu barst fyrirspurn um hvort að það myndi styðja við fyrirhugað samnorrænt rit
  um æskulýðsmál. Stjórn er sammála um styðja verkefnið.
 • Stjórn stefnir að því að gefa út dagskrá starfsársins í byrjun september og senda hana
  með einhverjum hætti á félagsmenn. Mögulega í formi plakats sem gæti aukið
  sýnileika félagsins. Ábyrgðarmaður plakats er Gissur Ari.
 • Heimasíða og samfélagsmiðlar. Stjórn er sammála um að virkja þurfi betur bæði
  heimasíðu og samfélagsmiðla félagsins. Setja þarf inn fréttir, fundargerðir og auglýsa
  viðburði sem henta okkar félagsmönnum. Gísli Felix ábyrgðarmaður.
 • Starfsdagar Samfés. Stjórn er sammála um mikilvægi þess að vera sýnileg á
  viðburðinum. Heppilegast væri að halda stutt erindi fyrir alla fundargesti þar sem
  félagið yrði kynnt ásamt hugmyndakassa þar sem fundargestir gætu lagt fram tillögur
  að fræðslum eða viðburðum. Bjarki og Gísli Felix ábyrgðarmenn.
 • Gleym-mér-ei 2019. Stjórn er sammála um að taka þátt í þessum viðburði. Stefnt er
  að því að kynna félagið og bjóða nýútskrifað fagfólk velkomið til starfa. Enginn
  ábyrgðarmaður skipaður að svo stöddu.
 • Kynningarefni. Rætt er um að útbúa bolla eða penna með merki félagsins til þess að
  gefa félagsmönnum. Stjórn er sammála um að útbúa eitthvað sem nýtist
  félagsmönnum almennt í starfi. Gissur Ari ábyrgðarmaður.
 • Stjórn kallar eftir stöðufundi með Bootcamp nefnd félagsins. Bjarki ábyrgðarmaður.
 • Stjórn veltir fyrir sér hlutverki félagsins í Náum áttum verkefninu. Ákveðið er að
  senda inn fyrirspurn um hlutverk félagsins og hvernig stjórn geti stutt verkefnið áfram.
  Gísli Felix ábyrgðarmaður.

3. Tímaviðmið

7. september 2018 – Dagskrá starfsársins 2018-19
15. febrúar 2019 – Viðburður félagsins á vesturlandi
30. apríl 2019 – Aðalfundur
Fastur fundartími stjórnar er frá 13:00 til 14:00 fyrsta föstudag hvers mánaðar.

4. Nýsköpun/þróun

 • Útivistartími barna hefur verið gefin út á seglum með góðum árangri. Gæti félagið
  gefið út tölvu/skjátíma?
 • Auknar forvarnir gegn neyslu barna og ungmenna á lyfseðilsskyldum lyfjum. Stjórn
  veltir fyrir sér hvernig hægt sé að bregðast við aukinni þróun á neyslu barna og
  ungmenna. Stjórn telur fagfólk vel í stakk búið við að aðstoða við auknar forvarnir en
  koma þarf á tengslum á milli meðferðaraðila og fagfólks. Ráðstefna eða málþing um
  málaflokkinn gæti frætt fagfólk í frítímaþjónustu um starfsemi meðferðaraðila og
  öfugt. Hvert er hlutverk frítímaþjónustu í þessum málum? Enginn ábyrgðarmaður
  skipaður að svo stöddu.

5. Fundarþemu starfsársins

September 2018 – Dagskrá vetrar
Október 2018 – Bootcamp
Nóvember 2018 – Ráðstefna/málþing
Desember 2018 – Landshlutahittingur
Janúar 2019 – Staða markmiða
Febrúar 2019 – Óráðið
Mars 2019 – Lagabreytingar
Apríl 2019 – Ársskýrsla og aðalfundur

Fundi slitið kl. 17:00