Aðalfundur FFF – Fundargerð

Aðalfundur FFF 19. maí 2017

Mættir: Elísabet Þóra Albertsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðmundur Ari, Elísabet Pétursdóttir, Þorvaldur Guðjónsson, Tinna Heimisdóttir, Gissur Kristinsson, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Gyða Kristjánsdóttir, Jón Grétar Þórsson, Jóna Rán Pétursdóttir og Margrét Sigurðardóttir.

1. Setning fundarins
Formaður félagsins, Guðmundur Ari, setti fundinn og tilnefndi Eygló Rúnarsdóttur sem fundarstjóra og fundurinn samþykkti þá tilnefningu.

2. Skýrsla stjórnar
Inngangur – Guðmundur Ari
o Styrkur fyrir Bootcamp verkefni
o Formaður á launum – tímavinna
o Stjórnin fundaði mánaðarlega
o Ný heimasíða
o 38 nýir félagar – nú 197 í félaginu
Helstu verkefni
o Bootcamp for Youth Workers – Guðmundur Ari
o Norrænt samstarfsverkefni og m.a. verið að vinna að því að hanna mælikvarða fyrir óformlegt nám. Verið að skilgreina þá hæfni sem mikilvægt er að mæla og hvaða leiðir eru hægt að fara til að þetta verkfæri verði notað. Einnig verið að huga að námskeiði fyrir starfsfólk og handbók þar sem verkefnið er kynnt og allar upplýsingar eru aðgengilegar. Umræður.
o Fræðslunefnd – Tinna Heimisdóttir
Fjórir hádegisverðarfundir haldnir í vetur og haldið námskeið í spunaspili. Mætingin var dræm en ágætt áhorf þegar streymt var á netinu. Send út könnun til að kanna hvernig félagsmenn vilja haga fræðslunni og verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem þar bárust. Umræður.
o Ferðanefndin – Árni Guðmundsson
Farið til Tallin í Eistlandi í vel heppnaða ferð í samstarfi við FÍÆT og verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins. Stungið upp á að farið verði næst til Ástralíu. Fjölbreyttar heimsóknir og ánægja með þær. Vel heppnuð verð í alla staða. Árni tilbúinn að vinna áfram að næstu ferð. Síðast var auglýst eftir áhugasömum í ferðanefnd og stungið upp á því að gera það aftur. Umræður og frekari umræðu vísað til
o Orðanefnd – Hulda Valdís
Er að vinna að því að færa lykilhugtök í faginu í rafrænan orðabanka sem verður opnaður fyrir alla áhugasama og eru núna um þessar mundir að vinna með Ólafi Proppé að því að fínpússa hugtök og orð. Farið inn á orðabanki.hi.is til að sýna hvernig þetta kemur til með að virka. Umræður.
o Tómstundahandbók – Hulda Valdís
Sér fyrir enda á þessari vinnu sem fór af stað 2011 og áætluð rafræn útgáfa í haust en skil á efni á lokametrunum. „Frítími og fagmennska“ er vinnuheitið á ritinu.
Formaður þakkar stjórn fyrir samstarfið og vel unnin störf sl. stjórnarár.
Skýrsla stjórnar borin upp til samþykktar – samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

3. Ársreikningur stjórnar
Elísabet Pétursdóttir fer yfir rekstrartekjur og rekstrargjöld. Félagið stendur vel. Umræður.
Ársreikningar lagðir fram til samþykktar og samþykktir með öllum greiddum atkvæðum með fyrirvara um áritun skoðunarmanna reikninga.

4. Starfs- og fjárhagsáætlun
Samþykkt að starfs- og fjárhagsáætlunargerð færist undir liðinn „málefnavinna“.

5. Árgjald
Lagt til að árgjaldið verði áfram það sama eða 2500 kr. Það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum. Félaginu barst áhugavert bréf frá ófélagsbundnum einstaklingi og þar velt fyrir sér hvort sjálfboðaliðar geti sótt um aðild að félaginu. Búið að breyta inntökuskilyrðum og nú eru skilyrðin orðin mjög opin. Stjórn mun svara þessu erindi með formlegum hætti.

6. Kosning stjórnar
Guðmundur Ari býður sig fram í embætti formanns og það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Kosning á þremur meðstjórnendum – tveir til tveggja ára og einn til eins árs.
Meðstjórnendur til tveggja ára bjóða sig fram:
– Esther Ösp Valdimarsdóttir
– Símon Þorkell Olsen
– Gissur Ari Kristinsson
Frambjóðendur kynna sig.
Gengið til atkvæðagreiðslu og niðurstaða sú Esther og Gissur Ari eru kosin til tveggja ára.
Kosning á meðstjórnanda til eins árs og í framboði eru:
– Jón Rán Pétursdóttir
– Símon Þorkell Olsen
Frambjóðendur kynna sig.
Gengið til kosninga og niðurstaða sú að Jóna Rán Pétursdóttir er kosin til eins árs.
Þorvaldur Guðjónsson á eitt ár eftir sem meðstjórnandi og situr því áfram á stjórn.
Kosnir tveir varamenn í stjórn – í framboði eru:
– Elísabet Pétursdóttir
– Hulda Valdís Valdimarsdóttir
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Kosning skoðunarmanna reikninga
Í framboði eru:
– Skoðunarmaður 1 – Jón Grétar Þórsson
– Skoðunarmaður 2 – Gyða Kristjánsdóttir
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Stjórn 2017-2018 skipa:
– Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður
– Esther Ösp Valdimarsdóttir, meðstjórnandi
– Gissur Ari Kristinsson, meðstjórnandi
– Jóna Rán Pétursdóttir, meðstjórnandi
– Þorvaldur Guðjónsson, meðstjórnandi
– Elísabet Pétursdóttir, varamaður
– Hulda Valdís Valdimarsdóttir, varamaður

7. Önnur mál
o Gyða Kristjánsdóttir flytur ávarp í tilefni 5 ára útskriftarafmælis 2012 árgangsins í tómstunda- og félagsmálafræðinni.
o Málefnavinna – verkefni framtíðar hjá FFF.
Fylgt eftir af Þorvaldi Guðjónssyni. Lagt til að unnið sé út frá eftirfarandi lykilspurningum:
Hvernig verkefni ætti FFF að fókusa á?
Hvernig ætti að vinna að þeim verkefnum?
Hugmyndir skiptast upp í eftirfarandi flokka:
♣ Fræðsla eða vettvangur fyrir skoðanaskipti
♣ Þrýstiafl á stjórnvöld og vinna út á við
♣ Fjölga félagsmönnum
♣ Vitundarvakning á faglegu frístundastarfi á vegum almennings
Þessar hugmyndir fara inn á starfsdag stjórnar til frekari umræðu.
o Ferðanefnd vegna næstu ferðar eftir tvö ár.
Árni Guðmundsson bauð sig fram og skoraði á Margréti Sigurðardóttur að vera með í frekari vinnu. Verður auglýst eftir fleiri áhugasömum þegar nær dregur.
o Á FFF að vinna með kjaramál þeirra sem vinna í frístundastarfi?
Við stofnun félagsins var ein af hugmyndunum sú að skoða möguleika á stofnun stéttarfélags.
Mikilvægt að félagið móti sér stefnu varðandi þennan málaflokk og þá jafnvel í samstarfi við FÍÆT og þá mögulega með sameiginlegum vinnuhópi. Umræður um hvar þörfin liggur helst í þessum málum. Liggur þörfin í því að stofnað sé stéttarfélag eða liggur hún í því að vera málsvari þeirra sem sem starfa á þessum vettvangi og eru að vinna í faginu? Málinu vísað til nýrrar stjórnar.
o Kosning gjaldkera
Með auknum fjárhagslegum umsvifum félagsins mætti skoða að kjósa gjaldkera sérstaklega sem myndi þá kalla á lagabreytingu. Frekari umræðu vísað til nýrrar stjórnar.

Fundi slitið kl. 20.05
Hulda Valdís ritaði fundargerð