Grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk – Bootcamp for youth workers

Félag fagfólks í frítímaþjónustu stendur fyrir grunnnámskeiði fyrir æskulýðsstarfsfólk þar sem farið verður markmið, hugmyndafræði og helstu verkfæri æskulýðsstarfsfólks í starfi með ungu fólki. Námskeiðið er afurð þriggja ára Strategic partnership verkefnsins á vegum Evrópu unga fólksins þar sem sérfræðingar í æskulýðsmálum frá Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi komu saman til þess að safna saman helstu hugmyndum, tækjum og tólum og búa til grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.

Námskeiðið samanstendur af 5 námskeiðshlutum:

– Hvað er æskulýðsstarf? Hugmyndafræði, gildi og markmið (Höfundur: Guðmundur Ari Sigurjónsson)
– Óformlegt nám, ígrundun, endurgjöf og mat (Höfundur: Elísabet Pétursdóttir)
– Leiðtogafræði, hlutverk æskulýðsstarfsfólks sem leiðtogar sem þjálfa upp leiðtoga (Höfundur: Staffan Lindqvist)
– Lýðræði og virk þátttaka ungs fólks (Höfundur: Staffan Lindqvist)
– Hópafræði, hvernig búum við til öfluga hópa (Höfundur: Þorvaldur Guðjónsson)

FFF stefnir að því að halda eitt grunnnámskeið á hverri önn þar sem æskulýðsstarfsfólk allstaðar af landinu getur skráð sig til leiks en einnig er hægt að hafa samband við FFF og fá námskeiðið í heild eða hluta til þess að mæta og halda fræðslu fyrir starfsstöðvar.

Skráning er hafin í fyrsta grunnnámskeið FFF sem fer fram dagana xx.-xx. janúar // x. jan, xx. jan og xx. jan. Hægt er að skrá sig í stakan námskeiðshluta  eða námskeiðið í heild sinni. Hver námskeiðshluti kostar 10.000 krónur en námskeiðið í heild sinni kostar 35.000 krónur.

Skráðu þig hér!