Starfsáætlun stjórnar FFF 2015-2016

FFF stafirStarfsáætlun stjórnar fyrir veturinn 2015/2016. Starfsáætlun þessi var útbúin á starfsdegi stjórnar föstudaginn 28. ágúst 2015. Það má með sanni segja að það sé skemmtilegur vetur framundan!

Fræðslumál

  • Skipa öfluga fræðslunefnd
  • Halda tvo hádegisfundi á önn
  • Halda námskeið í samstarfi við Háskólann
  • Halda grunnámskeið í fagstarfi á frístundaheimilum

Markaðsmál

  • Vera virk í markaðssetningu á félaginu og starfsemi þess
  • Senda bréf á nýútskrifaða tómstundafræðinga og kynna félagið
  • Kynna félagið fyrir nemum í tómstunda- og félagsmálafræði
  • Halda kynningu á fagfélaginu í nágrannasveitarfélögum
  • Kynna félagið á námskeiðum á vegum þess og ráðstefnum
  • Fá alla meðlimi FFF í Facebook grouppu félagsins – Búa til öflugan umræðuvettvang
  • Uppfæra kynningarbækling og prent til að dreifa á námskeiðum
  • Prenta kynningar veggspjald og senda á starfsstöðvar
  • Fá 45 nýja félaga í félagið á starfsárinu

Samstarf

  • Finna nýjan tengilið FFF hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
  • Áframhaldandi samstarf við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, æskulýðsvettvanginn, æskulýðsráð, Samfés, FÍÆT og Háskólann
  • Áframhaldandi samstarf vegna Tómstundahandbókar
  • Sækja um Strategic partnership styrk í samstarfi við Fritidsforum
  • Vinna í samstarfi við önnur norðurlönd að stofnun IFS Norden
  • Áframhaldandi samstarfs við orðanefnd í tómstundafræðum