Fundargerð stjórnar 8.október 2013

Mættir: Hulda, Guðrún og Bjarki. Ari, Helgi og Elísabet forfölluð.

1. Ferið yfir fundargerð síðasta fundar.

2. Starfdagur á föstudaginn, Guðrún sendir út upplýsingar á miðvikudag.

3. Búið að festa fund 24. október kl. 14:15 í MMR. Bjarki og Hulda komast, Guðrún boðar forföll. Þarf að athuga hvort Helgi,Elísabet og Ari komast ekki örugglega með.

4. Drög að grein um fagmennsku frá Huldu, engar athugasemdir hafa borist. Hulda ítrekar að fólk lesi yfir til að hægt sé að klára á föstudag og setja á heimasíðu.

5. Kynningarbæklingur – Ari búin að uppfæra bæklinginn, flott vinna. Lokayfirferð á starfsdag og svo sér Helgi um að koma í prentun.

6. Facebook síða – gera staðlað svar þegar fólk er að óska eftir inngöngu á síðuna (en félagar bara samþykktir sem vinir) þar sem fram koma upplýsingar um hvernig þú gerist félagi og líka upplýsingar um  “like-síðu”.

7. Greinaskrif á hverjum fundi á heimasíðu – vantar íðorðagrein frá Ara frá síðasta fundi. Verðum að gera tvær greinar á föstudag og setja inn.

8. Fræðslunefnd – fundaði um daginn. Farið yfir fundargerð frá fræðslunefndarfundi og verið að vinna að drög að fræðsluáætlun.

9. Stefnumörkum í tóbaksvörnum – óskað eftir samstarfi . Fagfélagið á eftir að senda punkta inn í þessa vinnu, verður klárað á föstudag. Umræður.

10. N8 – vantar fulltrúa stjórnar inn fyrir Elísabetu. Umræður. Niðurstaða á starfsdegi stjórnar.

11. Þróunarsjóður- vantar fulltrúa fyrir Guðrúnu, klárum á föstudag.

12. Fréttir á heimasíðu – Ari skoðar íðorðafrétt.

13. Dagskrá starfsdags:

Stefnumörkum í tóbaksvörum 3-5 mikilvægustu atriðin.

N8 – reynum að ná áttum.

Kynningarbæklingurinn.

Fræðsluáætlun.

Greinar á heimasíðu.

Málefni á fund með MMR.

Kompás og Compasito.

Verkefni fram undan.

Önnur mál

Fundi slitið kl. 13.05

Guðrún ritaði fundargerð.