Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 2012

Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu á Thorvaldsen þriðjudaginn 15. Maí
2012
Kl. 17:00
Mættir: Árni Guðmundsson, Hrafnhildur, Elísabet Pétursdóttir, Hulda Valdís, Björn Finnson, Bryngeir, Eygló,Þóra, Magga, Soffía, Helgi, Jakob, Bjarki.
1) Fundur settur og dagskrá kynnt.
Fundur settur af formanni og stingur upp á Árna Guðmundssyni sem fundarstjóra. Árni stingur upp á að færa til dagskrá eð a færa yfirferð reikninga í lokin.
2) Skýrsla stjórnar og skýrslur hópa og nefnda
Hulda kynnir stjórn og verkefnaskiptingu. Hulda fer yfir helstu verkefni stjórnar. s.l. starfsár.  Skýrslu stjórnar má skoða í heild sinni sem viðhengi í fundargerð.
Umræða um skýrslu stjórnar.
Spurt er um stefnumörkun í æskulýðsmálum og Margrét svarar þar sem hún situr í æskulýðsráði að það sé búið að taka 2 milljónir úr rekstri ráðsins til að fara í þessa vinnu. Maður verði ráðinn í verkið sem fyrst. Umræður um stefnumörkunina og Jakob veltir því fyrir sér hvort þetta muni hafa eitthvað vægi? Eygló bendir á reglugerðina sem var unnin fyrir ráðuneytið varðandi tryggingar og lagalegu hliðina og að óspart sé vísað í það plagg. Hulda segir að stjórnin hafi vísað í þá reglugerð þegar ályktun var send til sveitarfélagsins í Garði. Því er betra að hafa eitthvað plagg heldur en ekkert plagg. Þóra bendir á mikilvægi þess að félagið sé svolítið á undan og skuli velta fyrir sér hvar vörðurnar eigi að vera gagnvart okkar starfi án þess að það hamli okkur. Það þarf að vera olnbogarými innan allra ramma.
Margrét fagnar verkefnum félagsins og hrósar skýrslunni og fagnar því hvað félagið er öflugt, Þóra tekur undir þetta.
Soffía minnist á hvort verið sé að íþyngja félaginu með að skipa í nefndir og ráð, en Hulda segir að stjórn þurfi að virkja fleiri til starfa fyrir félagið.
3) Reikningar félagsins
Helgi gjaldkeri fer yfir ársreikninga félagsins. Rekstrartap félagsins er vegna þess að styrkur vegna Kompás kom 2010 en var eytt og framkvæmt 2011. Mjög einfalt bókhald, engar eignir. Eitt sinn átti félagið prentara en búið er að afskrá hann. Lítil hreyfing er á fjármunum félagins utan reglubundins reksturs eins og heimasíða o.fl. Sama árgjald hefur verið s.l. þrjú ár epa  2500 krónur. Ekki er búið að ná undirskriftum skoðunarmanna en fundurinn getur samþykkt með fyrirvara um samþykkt þeirra.
Fundarstjóri óskar eftir umræðu um reikningana, Eygló bendir á að stjórn  skuli skuldbinda sig til að tilkynna þegar búið er að samþykkja reikningana jafnvel bara á samþykkt.
Reikningar samþykktir einróma með þessum fyrirvörum.
4) Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
Hulda fer yfir það sem er fram undan og þá helst væntingar stjórnar til að fá starfsmann til að halda utan um Kompás námskeið. Mög sóknarfæri eru t.a.m. vegna fræðslu mikið hefur verið rætt um hvernig félagið skuli styðja við bakið á félagsmönnum með fræðslu. Félagið vill fá hugmyndir frá félagsmönnum um hverjar þarfir þeirra eru. Félagið er komið með styrk frá Menntamálaráðuneytinu vegna Kompásnámskeiða á þessu ári.
Handbókarvinna í samstarfi við FÍÆT, Samfés og SFSÍ. Eygló kemur með hugmynd um að félagið stofni fræðslunefnd/teymi í samstarfi við stjórn og gefur kost á sér í slíkt ef af verður. Margrét tekur undir hugmyndina og kemur með hugmynd um að á næsta ári verði sett svolítið púður í að auglýsa félagið og ef það verður nefnd þá sé hún til í þá vinnu. Vill að sett verði markmið um að fjölga félögum um 50 á þessu ári. Hulda segir að hluti af verkefnum ,,starfsmannsins“ sé að sinna kynningarstörfum. Þóra bendir á að það væri frábært fyrir starfsmanninn að hafa nefnd á bak við sig.
Árni kemur með hugmynd um að breyta heimasíðunni þannig að hluti hennar séu ritrýndar greinar fagsins. Þá er hægt að vekja athygli á þeim. Skapa þarf fræðilegan vettvang. Hulda segir að við höfum verið að taka hænuskref í þessu og fólki sé í sjálfvald sett hvað þau sendi til félagsins. Þetta er hugmynd sem við höfum verið að skoða. Jakob tekur undir þetta og veltir því fyrir sér hvernig sé hægt að fræða um fagið miðlægt ekki bara í einu sveitarfélagi, þá kannski eitthvað torg þar sem hægt er að leita til ákveðins fólks til að kenna. Starfsmenn sveitarfélaga geta þá fengið sína fræðslu þarna. Endurmenntun HÍ væri jafnvel vettvangur fyrir slíkt til að styrkja námið og fræðin okkar. Þyrftum að búa til símenntunarsvið sem sinnir okkar málaflokki, ef farið er í handbókarvinnu þá væri spurning um að ráða tvo starfsmenn sem ynnu saman að þessu. Þarf að auka kraftinn í deildinni í hí, hægt er að rökstyðja einhvers konar eflingu með starfs- og vettvangstengingu. Jakob er til í fræðslunefnd.
5) Árgjald
Tillaga stjórnar er óbreytt gjald, engin mótmæli eru við þessu og því telst þetta samþykkt.
6) Lagabreytingar og skipulag
Engar tillögur hafa borist og því er haldið í næsta lið.
7) Kosning stjórnar og varamanna
Kjósa skal formann með sér kosningu. Fundurinn óskar eftir framboði, Hulda býður sig fram til áframhaldandi setu hún er sjálfkjörin.
Umræður um kosningar, fundarstjóri kemur með ábendingu um að það þurfi að snyrta lögin til það sem snýr að þessu máli.
Helgi og Guðrún eru sjálfkjörin áfram í stjórn til tveggja ára.
Hrafnhildur og Elísabet eiga eitt ár í viðbót í stjórnarsetu.
Varamenn, Bryngeir gefur kost á sér ásamt Birni Finnssyni þeir eru sjálfkjörnir.
8) Kosning skoðunarmanna reikninga
Árni Guðmundsson og Ólafur Þór eru sjálfkjörnir skoðunarmenn reikninga.
9) Önnur mál
i) Samstarfssamningur félagsins, FÍÆT, Samfés og SFSÍ kynntur.
Drögum er dreift og formaður les yfir drögin. Sjá nánar drög að samstarfssamningi í fylgiskjölum fundargerðar. Formaður ítrekar mikilvægi þess að allir gangi í takt. Búið er að sækja um styrk vegna ferðakostnaðar sem liggur í því að fara á milli aðalfunda félaganna. Óskað er eftir umræðum um samninginn. Stjórn félagsins er gefið samhljóða samþykki til að halda áfram þessari vinnu.
ii) Handbókarvinna
Jakob óskar eftir upplýsingum varðandi þetta, umræða stjórnar, hvað vilja félagsins o.fl. Hulda segir að þetta sé á byrjunarreit. Jakob segir frá því að Alfa hafi komið á fund til þeirra og þá hafi þau aðeins farið yfir efnislega þætti og svo var líka hugmynd um að finna eitthvað til að þýða og staðfæra. Helgi bendir á handbók á dönsku sem er jafnvel hægt að nota, hann ætlar að leita að henni og senda okkur slóðina á hana. Margét segir að við ættum að byrja á strúkturnum sem er hér og svo í handbók. Eygló tekur undir þetta og segir að töluvert sé til að frábæru efni, einnig sé minna mál að þýða og staðfæra við eigum tilmælalaust að líta til nágrannaþjóða okkar. Spurning um að taka leshring og allir leiti og leggi svo í púkk. Umræður um þessa vinnu. Eygló bendir á að með þessari vinnu verðum við að samræma hugtakanotkun okkar. Elísabet bendir á sænska bók sem heitir opp in verksammet styður einnig tillögu um stofnun fræðslunefndar. Þóra tekur undir það sem Eygló talaði um varðandi orðræðu og hugtakanotkun. Jakob segir frá því að starfsmaður sé í háskólanum í vinnu um íðorð og geti leiðbeint um stofnun íðorðanefndar. Einnig bendir Jakob á að mikilvægt sé að horfa til framtíðar við vinnu handbókar, hvað þarf almenningur, hvað þarf gamla fólkið, hvert er hlutverk fagfólks eftir 30 ár? Árni segir frá því að hann sé markvisst farinn að nota hugtakið félags- og uppeldisfræði vegna þess að það sé eitthvað sem fólk þekki. Árni leggur til að stofnuð verði fræðsluhóp sem kynnir sér stofnun íðorðanefndar í faginu sem er skipuð þremur aðilum. Kosið er um hugmyndina og samþykkt einróma. Þóra vill að stjórn setji saman erindisbréf vegna þessa þar sem tilgreint er verksvið nefndarinnar. Jakob, Eygló og Hulda skipa þennan hóp.
Fundarstjóri þakkar fyrir sig óskar félaginu góðs gengis á næsta.
Hulda segir stjórn tilbúna í næsta ár og mikilvægt að finna hlutunum farveg til að koma þeim í framkvæmd.
Fundi slitið kl. 18:40
Fundargerð ritar Guðrún Björk Freysteinsdóttir
Fylgiskjöl

Samstarfssamningu FÍÆT, SFSÍ, FFF og Samfés
DRÖG
Félag íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT),  Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ), Félag fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés) gera með sér eftirfarandi
SAMSTARFSSAMNING
1. grein
Tilgangur og markmið.
Ofangreind félög eiga það öll sameiginlegt að starfa með og /eða fyrir börn og ungmenni á Íslandi.  Mikilvægt er að samræma þær áherslur og verkefni sem félögin taka að sér, annað hvort að eigin frumkvæði eða samkvæmt óskum yfirvalda.
Aukið samstarf félaganna á að leiða til farsæls og faglegs barna- og ungmennastarfs og koma í veg fyrir misræmi í áherslum og framkvæmd verkefna sem tengjast t.d. íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarstarfi á Íslandi.
2. grein
Framkvæmd
Til að stuðla að því að ofangreind félög tali einni röddu og nái að samræma framkvæmd verkefna og/eða skoðanir á hinum ýmsu málefnum sem snerta tilgang og markmið félaganna verður fulltrúum félaganna boðinn seturéttur á aðalfundum hvors annars með tillögurétt og málfrelsi. Stjórnir félaganna munu setja sér sameinginleg markmið sem fela m.a. í sér aukið samstarf við Samband Íslenskra sveitarfélaga og við Mennta –og menningarmálaráðuneytið. Lögð verði áhersla á, að þegar leitað er umsagna um t.d. lagafrumvörp eða reglugerðir sem tengjast verksviðum og áherslum félaganna, að samræma eins og kostur er þær umsagnir. Stjórnir félaganna munu leitast við að miðla fræðslu og hagnýtum upplýsingum og nýjungum sem tengjast starfsemi þeirra og hvetja félagsmenn til að fylgjast vel með þróun og nýsköpun sem hægt er að nýta í starfinu. Mikilvægt er að samstarfssamningur þessi og megin innihald hans verði vel kynntur þeim aðilum sem við á.
3. grein.
Gildistími o.fl.
Samstarfssamningur þessi tekur gildi þegar stjórnir allra samstarfsaðila hafa samþykkt hann og aðalfundur félaganna staðfest hann. Samningurinn er ótímabundinn. Ef félag, sem áður hefur samþykkt þátttöku í samningnum, óskar að segja sig frá honum, þarf viðkomandi félag að senda skriflega og rökstudda greinargerð til hinna samstarfsfélaganna og telst hann þá ekki lengur aðili að samkomulagi þessu.
4 . grein
Af samningi þessum eru gerð 4 samrit, eitt fyrir hvert félag.

Gjört _____________________ 2012.

Samþykkt f.h. stjórnar:

__________________________________
__________________________________
__________________________________