Fundur stjórnar 2. september 2010

Fundur stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu
haldinn í Bústöðum 2. september 2010 kl. 17:00

Mættir: Elísabet Pétursdóttir, Helgi Jónsson, Hulda Valdís og Andri Ómarsson sem ritaði fundargerð. Guðrún Björk Freysteinsdóttir boðaði forföll.

1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt

2. Umsókn í félagið
Kári Garðarson – samþykkt með fyrirvara

3. Fundur FFF með Erlendi hjá Menntamálaráðuneytinu
Formaður átti fund með Erlendi í MMR ásamt fulltrúum frá Æskulýðsvettvangnum og Samfés varðandi námskeið í Kompás. Ákveðið að óska eftir erindisbréfi frá ráðuneytinu varðandi námskeiðahald og í framhaldinu ákveðið að halda námskeið í samstarfi við Samfés og Æskulýðsvettvanginn.

4. Samstarf við Samfés um fræðslu
Formaður átti fund með framkvæmdastjóra Samfés varðandi samstarf um fræðslu fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva. Á fundinum var rætt um að stofna starfshóp að loknum starfsdögum Samfés um miðjan september.

5. Afmælisrit FFF
Helgi hefur fengið tilboð í prentun og uppsetningu 644.000 kr. m/vsk. Líklegt að dreifing sé ca. 240.000 kr. m/vsk. Rætt um hugmyndir að greinum og auglýsendum.

6. Ráðstefna
Formaður vinnur að málinu áfram.

7. Könnun og vefrit
Samþykkt drög að vefriti og könnun til félagsmanna. Andri sendir út á morgun.

8. Önnur mál
Dagný Gunnarsdóttir sendi félaginu fyrirspurn um kaup og kjör tómstundafræðinga. Andri svarar fyrirspurninni.

Engin og fundi slitið kl. 18:40