Fundur stjórnar fimmtudaginn 11. mars 2010

Mættir: Einar Þórhallsson, Andri Ómarsson, Eygló Rúnarsdóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson, sem skrifaði fundargerð. Heiðrún Janusar og Þröstur Sigurðsson boðuðu forföll.

1. Ein umsókn tekin fyrir. Bjarni Gunnarsson, kt. er samþykktur í félagið.

2. Ársreikningur og staða fjármála tekin fyrir, Andri fór yfir stöðuna. Auk þess lagði Andri til að 4 mánaða uppgjör lægi fyrir aðalfund. Umræða um það hvað hægt er að gera meira fyrir félagsmannin. Ársreikningur er tilbúinn fyrir endurskoðun og Andri kemur þeim til þeirra. Andri fær hrós fyrir skýra uppsetningu og skipulagða vinnu.

3. Næsti hádegisverðarfundur 19.mars, efni: Einar talar við Hrönn Hrafnkelsdóttir um verkefnið hennar sértækt hópastarf í félagsmiðstöðum 26.mars. Ef gengur ekki mun Helga Margrét reyna að fá Sesselju Snævar til að vera með lýðræðisfræðslu. Helga sér um húsnæðið. Jói sér um að fundurinn fari fram á vefnum. Umræða um síðasta hádegisverðarfund. Hugmynd að fá seinna Björn Finnsson til að kynna Strætóverkefnið í maí.

4. Siðareglur, staðan á afhendingu.

5. Málþing 6.maí. Næstu skref: Búið að senda út fyrirspurn á félagsmenn. Ein fyrirspurn liggur fyrir um málefni. Hugmyndir: Erindi frá Áskorun um útivist og lífstíl (Jói sér um). Umræður um lög og gera ályktun til menntamálaráðuneytisins, fá Árna Guðm. Til þess (Andri ræðir við hann). Þriðja erindið um fagmennsku, mikilvægi fagmennsku, er maður fæddur í hlutverkið eða er hægt að læra hlutverkið/hvernig er að vera fagmaður á vettvangi, athuga með einvhern. Hafa skemmtilega leiki á milli, Andri sér um leikina. Matsblað um málþingið og á því sé spurningar um félagið. Opið málþing, tíminn: 10-14 með léttum hádegisverði td á Grand. Jói athugar með staðsetningu og Eygló setur upp matsblað. Ákveðið að vinna með þessar hugmyndir og reyna að klára á fundi í apríl. Ræða málin á netinu.

6. Fyrirspurn um starfsheiti, staðan: Helga klárar niðurröðun og vinnur úr svörum fyrir næsta fund..

7. Fundur FÍÆT og Samfés. Fundir hafa verið með stjórnum beggja aðila. Eygló fór yfir fundina, farið var yfir samvinnugrundvöll og sannmælst að skýra hlutverk hvers og eins og reyna að greina þar á milli. Annar fundur með öllum þremur ákveðin í kringum aðalfund Samfés. FÍÆT tekur á sig ábyrgðina að boða fund. Umræða um hlutverk FFF.

8. Samantekt á rannsóknum í frítímastarfi, staðan: Einar sagði frá stöðunni. Samþykkt að Hrönn fái 2500 kr mv 15 tíma hámark. Málið sett í bið.

9. ADHD og leiðarvísir í tómstundastarfi, hugmynd að samstarfi: Eygló sagði frá hugmynd að leiðarvísi sem verið er að vinna fyrir grunnskóla. Fá ADHD samtökin til að gera sambærilegan pakka fyrir frítímastarf. Eygló hefur samband og fær verðhugmynd.

10. Gæði og geymsla, málþing í maí: Búið að óska eftir erindi frá FFF sem Eygló sér um.

11. Tiltekt á heimasíðu, staðan: Andri tekur saman vefritin inn á netinu. Einar og Andri klára málið.

12. Vefrit marsmánaðar, Efni: Segja frá starfsheitum, Eygló sendir inn vegna málþingið Gæði eða geymsla, nýir félagsmenn (mynd af Bjarna með rammann).

13. Aðalfundur, undirbúningur? Vinna að ársskýrslu, athuga með lagabreytingu, athuga með nýja stjórn (umhugsunarfrestur til næsta fundar. Fundurinn er 27.maí.

 

Næsti fundur 8.apríl kl. 17. Staðsetning ákveðið síðar.

Fundi slitið 19:25