Fundur stjórnar 11. febrúar 2010

Fundur stjórnar FFF haldin fimmtudaginn 11. febrúar 2010 í Árseli kl. 17.

Mættir: Einar Þórhallsson, Andri Ómarsson, Eygló Rúnarsdóttir, Þröstur Sigurðsson og Jóhannes Guðlaugsson, sem skrifaði fundargerð. Helga Margrét Guðmundsdóttir, Heiðrún Janusar og boðuðu forföll.

1. Ein umsókn tekin fyrir. Árni Gísli Brynjólfsson, kt. 101084-3379 er samþykktur í félagið.

2. Ársreikningur verður tekin fyrir á næsta fundi.

3. Jói fer yfir fundargerðir og sendir á aðra.

4. Starfsáætlun: Farið yfir verkefnin, staðan tekin og umræður um þau.

5. Umræða um hlutverk fagfélagsins og að halda málþing eða starfsdag. 6.maí verður málþing í tilefni 5 ára afmæli félagsins. Þröstur gerir spurningalista sem sendur er á félagsmenn. Efni bréfsin: hvaða þarfir eru hjá félagsmönnum varðandi málþing/ráðstefnu. Einnig rætt hvort meira samstarf eigi að vera milli FFF og Samfés og FFF og FÍÆT.

6. Þröstur undirbýr næsta hádegisverðarfund 26.febrúar á Maður lifandi (Jói). Þröstur ræðir við Marlon. Stefnt að því að því senda út á neti (Jói kannar búnað hjá Samfés).

7. Næsti vefrit. Kynna hádegisverðarfund, Málþing.

8. Umræða um niðurskurð á Álftanesi. Ákveðið að senda bréfið sem sent var á sveitastjórnir í haust og ítreka mikilvægi frístundastarf.

9. Eygló og Jói fara á fund stjórnar Samfés á mánudaginn 15.febrúar.

10. Erindi tekið fyrir frá samtökum áhugafólks um þróun skólastarf. Óskað eftir aðkomu okkar. Boðið að koma inn á dagskrá 6.apríl. Eygló kynnir sér dagskránna betur og ræðir málefnið á næsta fundi.

11. Einar ræddi um verkefnið að taka saman ritasafn um frítímastarf. Einar ræddi við Unni Björk Arnfjörð og hann mun gera drög að verklýsingu. Leggur fyrir stjórn á næsta fundi.

12. Á fundinum voru siðareglur settar í ramma. Ákveðið að stjórnarmeðlimir dreifi þeim römmum sem þeir geta. Næsti fundur 11.mars kl. 17. Staðsetning ákveðið síðar. Fundi slitið 19:15