Fundur FFF fimmtudaginn 7. janúar 2010

Fundur stjórnar FFF haldin fimmtudaginn 7. janúar 2010 að Suðurlandsbraut 24 kl. 17.

Mættir: Einar Þórhallsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir, og Eygló Rúnarsdóttir, Jóhannes Guðlaugsson sem skrifaði fundargerð. Þröstur Sigurðsson, Heiðrún Janusar og Andri Ómarsson boðuðu forföll.

1. Umræður um styrktarsjóðinn, útfærslur ofl. T.d. að styrktarsjóðurinn væri notaður til að búa til gagnagrunn um verkrefni tengdu frítímastarfi. Tekið upp á næsta fundi. Andri tekur saman hugmyndir.

2. Jói sendir drög að starfsáætlun á stjórnarmeðlimi mánudag 11.jan.

3. Vefritið – Koma í janúarvefritið: Nýmæli í lögum, Einar, Eygló og Helga. Einar skrifar um ÞOR-verkefnið. Senda inn pistla til Jói fyrir 11.jan. Senda Vefrit út 11.jan.

4. Hádegisverðarfundur verður næst 22.janúar. María Björk kynnar hús frítímanns í gegnum Skype. Helga athugar með aðstöðu á Maður Lifandi Borgartúni, auk hvort hægt sé að tengjast internetinu á staðnum.

5. Frestað að Þröstur og Andri kynni námskeið.

6. Helga sagði frá könnun um starfsheiti. Kynnti bréf sem er búin að setja saman til sveitafélaganna. Umræða um málið og ábendingar um útfærslu. Ákveðið að senda á 20 stærstu sveitafélögin fyrirspurn um starfsheiti í frítímaþjónustu. Bréfið verður sent frá póstfangi félagsins. Sent út fljótlega eftir 20.janúar.

7. Siðareglur í ramma verður frestað til næsta fundar

Næsti fundur 4.febrúar kl. 17 í Árseli.

Fundi slitið 18.19