Fundur stjórnar 10. desember 2010

Fundur stjórnar FFF fimmtudaginn 10. desember 2009 haldinn að Suðurlandsbraut 24 kl 17.

Mættir: Einar Þórhallsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Þröstur Sigurðsson og Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Jóhannes Guðlaugsson sem skrifaði fundargerð.

1. Eygló benti á að fundagerðir hafa ekki verið færðar á netið síðan í ágúst.

2. Umsóknir nýrra félaga:

Umsóknir Höllu Kristínar Þorgrímsdóttir, Þorvaldar Guðjónssonar voru samkykktar. Sóley Tómasdóttir segir sig úr félaginu.

3. Staða fjármála:

Góð staða að sögn Andra og meira en helmingur hefur greitt árgjaldið. Umræða um viðskipti við bankann (BYR) og hvort félagið ætti að fá tilboð frá öðrum.

Einnig var rætt um það hvort félagið ætti að setja á styrktarsjóð, nokkrar hugmyndir ræddar. Ákveðið að Andri komi með tillögur fyrir næsta fund.

 

4. Starfsáætlun 2010:

Umræða hvort stjórn gerði nýja áætlun frá og með áramótum eða hvort áætlun frá hausti verði uppfærð. Ákveðið að Jói finni starfsáætlun fyrir veturinn og hún tekin fyrir á næsta fundi. Sent á stjórnarmeðlimi fyrir fundinn.

5. Vefritið – Áætlun:

Senda út eitt rit fyrir jól með dagsetningum hádegisverðarfunda, nýir meðlimir kynntir og efni síðasta hádegisverðarfundar.

Framvegis verður Senda sent út mánaðarlega. Tímasetningar: Fyrir 10.hvers mán.

Hádegisverðarfundir – Áætlun:

Kynning frá Húsi frítímanns 29.jan, Eygló talar við Maríu og Helga festir staðinn.

Suðupottur, kynning á verkefnum, fyrirlestrum ofl. 26.febrúar, Jói.

Ath Jaðartómstundir – umræðufundur. 19.mars, Þröstur.

Aðrar hugmyndir: Lýðræðisfræðsla.

Farið yfir síðasta fund.

6. Verndum þau – næstu skref:

Þröstur sagði frá námskeiði á Akranesi.

Helga er að taka saman staðsetningar og fjölda. Helga kynnir niðurstöður í jan.

Umræða um hvort við höldum starfinu áfram eða skoða annarskonar námskeið. Þröstur kynnir námskeið fyrir stjórn í jan.

 

7. Innrömmun siðareglna

Andri kynnti tillögu. Umræður um útlitið. Ákveðið að Andri sendir á stjórn áður en prentað út. Setja í ramma og stefnt á að klára í janúar.

Auk þess kynnti Andri hugmynd að bækling til dreifingar.

 

8. Upplýsingar frá fundi ÆR

Góður fundur, Eygló sendir stjórnarmeðlimum fundargerð.

9. Netfang fff er komið á póstlista Alþingis.

Næsti fundur 7.janúar kl. 17 í Bústöðum.

Fundi slitið 18.41