Fundur FFF fimmtudaginn 1. október

Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í
Bústöðum, fimmtudaginn 1.október 2009 kl 17.00

Mættir: Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Einar Þórhallsson,
Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson.

1.  Umræða um að klára starfsáætlunina. Jói klárar að setja upp í skjal og sendir á alla, þ.e. færir inn hverjir eru ábyrgðaraðilar, tímasetningar og kostnað.

2.  Umræða um hádegisverðafundi, næsta fund og að
klára
áætlun fyrir veturinn. Hugmyndir ræddar. Næsti fundur ákveðinn:
Heiðrún ákveður tvo aðila sem verða með erindi og til fyrirspurnar.
Efni fundar: ,,frítímaþjónustu á Íslandi í kreppunni”. Hún ákveður stund þe ca um miðjan nóv. Jói ákveður stað.

3.  Umræða um umræðuvettvang. Rabbkvöld, málþing
og starfsdagar. Stefnt er því að fá fund með stjórn Samfés og
stjórn FÍÆT um málefnið. Ákveðið að halda opin málfund með
yfirskriftinni: ,,Mun frítímastarf bjarga okkur út úr kreppunni”.
Staður: Austurbæjarbíó. Tími: í lok okt. Umræður: Má frítíminn
missa sín, erum við að tapa félagsauðnum, hver er ávinningurinn af
frítímastarfinu, hver hlustar á unga fólkið, eflist borgaraleg
vitund eða deyr hún. Eftir að útfæra og klára, fundur ákveðin fimmtudag
kl. 17.

4. Ákveðið að senda fyrirspurn til borgarstjórnar
um málefni Austurbæjarbíós. Einar klárar bréfið.


5.  Umræða um aðildareglur að félaginu. Er
ástæða til að endurskoða þær.

6.  Fyrirspurn kom frá Árna Guðmundssyni um að
félagið sé með kynningu fyrir nemendur í tómstundafræðunum.

7.  Einar sagði frá könnun sinni um vefsíðuna,
sjá athugasemdir frá Einari á skjali (fylgisjal frá Einarix). Andri benti
á að hægt væri að segja upp áskrift af teljara fyrir síðuna,samþykkt. Einar og Andri vinna með þessar hugmyndir og leggja til forgangsröðun vegna þessa.

 

8.  Eygló benti á að póstlistinn þyrfti að vera aðgreindur með félögum og hins vegar samstarfaðilar. Einar og Andri sjá um að endurskoða netlistann.

9.  Eygló og Jói sögðu frá fundi í
menntamálaráðuneytinu fyrr í vikunni. Erlendur deildarstjóri æskulýðsmála hjá menntamálaráðuneytinu bauð til fundar til upplýsinga og ráðgjafar.
Rætt í framhaldinu hvernig hægt væri að nálgast upplýsingar um sjóði á þeirra vegum. Dreift gögnum frá ráðuneytinu.

10. Drög af vefriti lögð fyrir fundin, vísað til næsta fundar.

11.  Umsóknir nýrra félagsmanna verða teknar fyrir á næsta fundi fimmtudaginn 8.okt nk.

12.  Næsti fundur fimmtudaginn 8.okt kl. 17 í Bústöðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19.05