Fundur stjórnar 11. apríl 2008

Fundur hjá  stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1,  föstudaginn 11.apríl. 2008 og hófst hann kl 09.00

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Heiðrún Janusardóttir, Andri Ómarsson. Héðinn boðaði forföll


Dagskrá :

1.Inntaka nýrra félaga. Hanna S. Kjartansdóttir og Sigrún Ósk Arnardóttir óskuðu eftir aðild og eru boðnar velkomnar í félagið.

2. Aðalfundur. Eygló fer í að redda húsnæði. Fundarboð fer út fyrir föstudaginn 18. apríl. Fundurinn verður 30. maí kl 16.00. Stefnt að því að bókhaldið verði klárt til endurskoðunar á næsta fundi þann 14.maí.nk.

Dagskrá aðalfundar:
Hefðbundin aðalfundastörf
Skýrsla stjórnar
Skýrslur hópa og nefnda
Reikningar félagsins
Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
Árgjald
Lagabreytingar og skipulag
Kosning stjórnar og varamanna.
Eygló, Heiðrún og Andri voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2007. Magga formaður og Héðinn gjaldkeri gefa ekki kost á sér áfram.
Kosning skoðunarmanna reikninga
Önnur mál

3. Verndum þau. Héðinn er með skráningu á námskeiðið á Egilsstöðum 21. apríl. Nú er verið að senda út auglýsingu á alla Vinnuskóla og öll leikjanámskeið. Magga setur sig í samband við Erlend í menntamálaráðuneytinu varðandi auglýst námskeið fyrir sveitastjórnarmenn. Viðurkenningarskjöl. Andri og Héðinn taka að sér að kaupa prentarann sem allra fyrst eða að kanna kostnað við prentun.

4. Starfshópar. Heiðrún sagði frá vinnu starfshóps um endurskoðun á siðareglum. Alþjóðahópur hefur einnig fundað og lagahópur hittist 18 apríl. Eygló sagði frá starfi Fjölmiðlahóps.

5. Sameiginlegur fundur með Samfés og FÍÆT á Akureyri 18. apríl. Umræður um hvað við viljum fá út úr þessum fundi.

6. Heimasíða.Umræður um heimasíðu. Forgangsverkefni eftir aðalfund að gana í heimasíðumálin.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 11.00