HVER VINNUR MEÐ BÖRNUNUM OKKAR Í FRÍTÍMANUM?

Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu hefur ákveðið að efna til málþings undir heitinu “Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?” laugardaginn 27. október n.k. frá kl. 13:00 til 17:00 á Grand Hótel.

Málþinginu, sem er öllum opið, er ætlað að varpa ljósi á gildi og viðmið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvað kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbeinenda.

Dagskrá:

12:30 Skráning

13:00 Setning málþings, Margrét Sigurðardóttir, formaður FFF

13:15 Ragnar Snær Karlsson, fræðslufulltrúi KFUM og KFUK

13:30 Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi Ungmennafélags Íslands

13:45 Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

14:00 Bjarni Gunnarsson, formaður Félags íþrótta-, æskulýðs-og tómstundafulltrúa

14:15 Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur í stjórn Bandalags íslenskra skáta

14:30 Kaffi

15:00 Umræður

16:00 Niðurstöður

16:45 Málþingsslit

Fundarstjóri er G. Linda Udengård, deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ.

Skráning fer fram á [email protected] fyrir 25. október. Málþingsgjald er 1.000 kr. og innifalið er kaffi og meðlæti. Þátttaka á málþinginu er félagsfólki FFF að kostnaðarlausu.

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.