Fundur stjórnar 19. júní 2007

Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Hvíta húsinu Akranesi . þriðjudaginn 19.júní kl 17.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Heiðrún Janusardóttir. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn.

 


 

1.      1. Þessi fundur er nokkurskonar starfsdagur og er því aðeins eitt mál á dagskrá sem er starfsáætlun fyrir árið 2007-2008.

Endurskoðuð var starfskrá 2006-2007 og farið yfir lið fyrir lið stöðu verkefna. Mikið var rætt um leiðir til að kynna félagið og hvort sé þörf á að senda kynningarbréf aftur út til sveitafélaga. Ákveðið var að kynna félagið fyrir  tómstundafræðinemum, ÆRR og FÍÆT. Einnig var ákveðið að koma á samráðsfundi með stjórn SAMFÉS og F’IÆT og standa fyri málþingi nú í haust. Stefnt er að því að stofna fjölmiðlanefnd svo og alþjóðanefnd. Vilji er innan stjórnar að halda áfram með verkefnið ,,Verndum þau” í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Einnig var ákveðið að halda áfram með hádegisverðafundina 1 sinni í mánuði.

Endurskoða þarf lög félagsins og tók Eygló að sér að fara yfir þau.

Rætt um að gera heimasíðunna virkari. Fundargerðir og starfskrá verða aðgengileg á heimsíðunni. Þá var rætt um að senda félagsmönnum póst í hvert sinn sem ný frétt kemur á síðuna. Hafa einhverskonar Gullakistu með hagnýtum upplýsingum t.d hvaða fyrirlesarar í boði fyrir ákveðin mál.ofl. Gera félagsmenn virkari og auka heimsóknir á síðuna-þ.e kynna hana út á við. Rætt var um kostuna á heimasíðunni en ekkert ákveðiið í þeim efnum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22.30

Heiðrún ritari