TÓMSTUNDA OG FÉLAGSMÁLAFRÆÐINGAR ÚTSKRIFAST

Gaman er að segja frá því að síðastliðinn laugardag 24.júní útskrifaði Kennaraháskóli Íslands ellefu tómstunda og félagsmálafræðinga. Áður var búið að útskrifa þrjá tómstunda og félagsmálafræðinga árinu áður. Nú eru sem sagt fjórtán tómstunda og félagsmálafræðingar sem fengið hafa sína menntun hér á landi. Von er að enn bætist í hópinn við október útskrift Kennaraháskólans. Til hamingju með útskriftina og verið velkomin í hópinn.