Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 8.október 2005

Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu 8.október 2005

Mættir:

Héðinn Sveinjörnsson, Árni Guðmundsson, Hafsteinn Snæland, Margrét Sigurðardóttir, Nilsína Larsen Einarsdóttir, Arna Margrét Erlingsdóttir, Eygló Rúnarsdóttir, Andri Ómarsson, Anna Þorsteinsdóttir, Steingerður Kristinsdóttir, Melkorka Freysteinsdóttir, Lena Hákonarsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Árni Jónsson.

Samþykkir voru af hálfu fundarins:

Fundarstjóri: Árni Guðmundsson

Ritari: Nilsína Larsen Einarsdóttir

  1. Skýrsla stjórnar.

Stjórn hefur fundað 5 sinnum síðan frá stofnun félagsins. 33 stofnfélagar voru í upphafi. Stjórn hefur kynnt sér samsvarandi félög í Norðurlöndum. 2 mál hafa borist stjórn varðandi kjaramál en ákveðið hefur verið að bægja þeim frá þar sem skýr stefna hefur ekki verið tekin með hvort að félagið eigi að vera stéttarfélag.

Rætt var um hvort að þessi fundur sé löglegur þar sem að aðeins 13 af félögum eru mættir.

Spurning um hvort að rétt sé að breyta 5. grein laga félagsins.

Hafsteinn Snæland: spurning um að boða til auka aðalfundar innan 14 daga þar sem við getum ekki kosið í stjórn né um lagabreytingar vegna fámennis.

Árni: hefur aldrei séð svona klásúlu í lögum.

Margrét: breytingartillögur sem komu fram á stofnfundi sem á að taka fyrir á aðalfundi en ekki sem snýr að 5.grein laganna.

Eygló: varðandi þessa grein kom hún inni í lögin eftir ráðleggingu frá lögfræðingi.

Margrét: núna eigum við að samþykkja lögin sem félagið eigi að vinna eftir

Árni: tillaga um að taka fyrir það sem er hægt að taka fyrir í dag og slíta ekki fundi en fresta fundi og bera svo allt upp fyrir framhaldsaðalfund til þess að greiða atkvæði. Ef að allt er löglega boðað þá er nóg að 2 séu á staðnum. Þeir sem mæta ekki eru í raun að sýna afstöðu sína á þeim málum sem á að fara í. Samþykkt tillaga

Steingerður: finnst full ástæða til þess að hugsa málin á landsvísu í framtíðinni.

Héðinn: það skiptir ekki máli hversu margir mæta á aukaaðalfund.

2. Skýrslur hópa og nefnda

Innan félagsins eru ekki neinir hópar né nefndir

3. Reikningar félagsins:

Rekstarreikningur er í halla vegna stofnkostnaðs félagsins og kaffinu fyrir þennan fund. -8750 krónur. Reikningar félagsins eru samþykktir

4. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs

Hvorugt er tilbúið.

Orðið gefið laust:

Lena: spyr hvernig stjórn hefur hugsað sér hvernig þetta eigi að vera.

Steingerður: svarar að mikið hafi verið rætt þessi mál á fundum og sú ákvörðun var tekin að vilji félagsmanna verði að vera í fararbroddi í starfsáætlun og fjárhagsáætlun félagsins

Margrét: það helst svolítið í hendur hversu há félagsgjöldin verða til þess að stjórn hafi hugmynd um hversu mikið er hægt að gera.

Melkorka: hver er kveikja sem gerir það að verkum sem að félagið er stofnað. Er þetta hugsað sem þrýstihópur?

Héðinn: undirbúningsnefnd sá um að kynna sér málin á landsvísu og að setja áherslu á málaflokkin 6-25 ára. Niðurstaðan var að þetta yrði fagfélag og að það myndi beita sér fyrir að plögga út í samfélagið. Við eigum að vera á tánum og láta vita til þess að fólk geri sér grein fyrir hversu faglegt okkar starf sé. Samræma vinnuheiti og launaflokka á landsvísu.

Margrét: siðareglur félagsins segja okkur það að allir sem séu innan félagsins eru með samræmd markmið og starfsreglur.

Árni: siðareglurnar mjög fínar. Ræddi um fagfélag sem hann er í og hvernig félagið er að beita sér fyrir stéttamálum þeirra sem eru innan þess félags.

Lena: lög sem koma að börnum þurfa að koma að þeim á öllum svæðum

Eygló: siðareglur félagsins eru ekki samþykktar.

Steingerður: við þurfum að setja niður fótinn og einbeita okkur að því að beita okkur að byrjun félagsins og svo þróast félagið áfram

Árni: aðild að félaginu

Kolbrún: samræming á starfheitum, en er ekki höfuðmarkmið að félagið beiti sér fyrir því að þessi störf verði lögbundin

Eygló: mikið ósamkomulag sem varða lögbindingu á starfi, eygló er sjálf hlynnt. Æskulýðslögin eru meingölluð í þeirri mynd sem þau eru í dag.

Héðinn: á æskulýðsgeirinn að fara undir lög? Við þurfum að fá fólk til þess að ræða þessi mál. Þess vegna að hafa málþing

Margrét: fundir hafa verið með menntamálaráðuneytinu og aðilum frá sveitarfélögum en það hefur ekki gengið hingað til. Hvaða áherslu eigum við að leggja á núna? Sanna okkur og sýna okkur, fara inn bakdyramegin og þá er hægt að fara út í stéttafélag

Lena: barnalögin eru eitthvað sem við þurfum að skoða mjög vel þar sem að frítíminn er alveg gleymdur í þeim

Árni: nefndin sem er að vinna að æskulýðslögum mætti ekki á ráðstefnu sem var í Svíþjóð um lög sem snúa að börnum á Norðurlöndum.

Steingerður: tillaga að stjórn félagsins fái tíma til þess að fara yfir þessi barnalög og æskulýðslög og fjalla um þau á aukaaðalfundi

Hafsteinn: samfés hefur sóst eftir að fá að sjá lögin en þau eru ekki komin frá nefndinni til umfjöllunar á þingi.

Lena: tillaga um að stofna starfshóp til þess að vera í tenglsum við þá aðila og samtök sem eru að ræða stéttafélag fyrir okkar starfshóp

Steingerður: verðum að byrja að sigla lygnan sjó í því sem við viljum beita okkur fyrir. Við verðum að sá í jarðveginn til þess að geta keyrt í kjarabaráttu

Eygló: mun flóknara er að stofna stéttafélag en fagfélag sérstaklega þar sem við erum ekki með lagalegan grundvöll á bak við okkur.

Lena: ef að þetta er sameiginlegt áhugamál þessara félaga þá er gott að við getum verið með í för frá upphafi.

Steingerður: tillaga að stjórn fái tíma til þess að skoða samstarfsgrundvöll okkar við þessi félög, samfés, fíæt

Niðurstaðan er sú að þessi mál verða vel skoðuð og rætt betur á félagsfundi.

5. Árgjald

Margrét: Tillögur stjórnar að árgjaldi eru 2.500, 3.500, 5.000.

Nauðsynlegt er að fagfélagið sé með heimasíðu en það er viss kostnaður sem þarf til þess að halda henni úti.

Árni J: meðan við erum að reyna að ná inn áhugasömu fólki þurfum við að stilla verðinu í hóf en síðar að hækka gjaldið seinna meir.

Steingerður: þetta er tillaga stjórnar og aðrar tillögur eru vel þegnar. Rætt um hvað kostar að halda úti heimasíðu.

Eygló: er hægt að koma upp þannig kerfi að fólk borgi stofngjald í félagið og svo árgjald eftir það.

Hafsteinn: miklu máli skiptir að halda verðinu niðri. Hefur komið einhver umræða um flatt gjald, starfshlutfall, launaflokkar,

Margrét: þetta var lítið rætt innan stjórnar. Þetta félag er fyrir okkur sjálf og ég sem í 33%  starfi fæ nákvæmlega það sama út úr félaginu og allir hinir.

Lena: ef það er eitthvað sérstakt sem félagið stendur fyrir þá eigi að greiða fyrir það sér og hafa árgjaldið lágt

Steingerður: tillaga um að skráningargjald verði 1500 og árgjald verði tekið upp síðar.

Arna: er ekki hlynnt skráningargjaldinu

Tillögur um skráningargjöldin er felld einróma

Tillaga að 5000 kr árgjald fellt

Tillaga að 3500 kr árgjald fellt

Tillaga að 2500 kr árgjald samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

6. Lagabreytingar og skipulag

Farið í hverja lagagrein lið fyrir lið athugasemdir gerðar eftir upplesningu.

1.grein – engar athugasemdir, enska heitið tekið út

6.grein – umorða greinina. Lena stingur upp á að hafa 2 ár og 3 ár á stjórn.  Ákveðið að bæta við tölunni 2 fyrir framan stjórnarmenn og annað heldur sér.

9.grein – taka út 2 orð

10.grein – félagsslit gerð víðari

Lagabreytingar samþykktar einróma og verða lagaðar fyrir aukaaðalfund.

Rætt um varastjórn. 1, 2 og 3 varamann í stjórn.

7. Kosning stjórnar og varamanna

Það vantar einn í stjórn og auglýst er eftir framboði.

Steingerður býður sig fram í áframhaldandi formannsstöðu

Nilsína Larsen Einarsdóttir býður sig fram í stjórn í stað Sóley

Samþykkt með lófaklappi

8. Kosning skoðunarmanna reikninga

Hafsteinn Snæland og Árni Guðmundsson

Samþykkt með lófaklappi

9. Önnur mál

Heimasiða

Stjórn er með tillögu að léni félagsins. Fff.is, fagfelag.is, fagfolk.is

Kolbrún: finnst þessi lén ekki koma frítímanum við.

Andri: nú er tíminn til að drífa sig í að fá lén svo enginn annar kaupi það.

Árni: tillaga að setja nefnd varðandi heimasíðu

Steingerður: tillaga að stjórn fái tíma til þess að skoða fleiri lén og fleiri tillögum að lénum verði stillt upp á aukaaðalfundi.

Eygló: tillaga að fagfelag.is verði afgreitt á þessum fundi. Meirihluti fyrir því

Fagfolk.is fellt

Fagfelag.is samþykkt með meirihluta

Fff.is dettur út

Eygló: telur að þessi aðalfundur sé merkur áfangi í sögu æskulýðsgeirans

Formaður fór yfir dagskrá starfsdags fagfélagsins en honum er frestað

Aðalfundi og starfsdegi er frestað.