Fundur stjórnar 17. ágúst 2005

 

 

Stjórn félags fagfólks í frítímaþjónustu

2. fundur – 17. ágúst 2005 haldinn á Fríkirkjuvegi 11 kl. 16.30

Mætt: Steingerður, Héðinn og Trausti.

  1. Aðalfundur félagsins í 8. október 2005-08-19

1.1.  Búið er að breyta lögunum með tilliti til athugasemda sem fram komu á stofnfundi. Steingerður tekur að sér að ljúka þeirri vinnu fyrir næsta fund.

1.2.  Héðinn ætlar að athuga betur með húsnæði fyrir aðalfundinn.

1.3.  Rætt um fundinn og kosningu í nefndir. Lagt til að fyrst verði aðalfundur með lagabreytingunum og síðan almennur félagsfundur í kjölfarið. Á almennum félagsfundi geti fundarmenn unnið með markmið félagsins og komið með tillögur að því hvernig hægt er að vinna að þessum markmiðum.

1.4.  Héðinn lagði fram félagatalið á tölvutæku formi

1.5.  Félagssgjald rætt. Ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar stjórnar.

1.6.  Steingerður tekur að sér að athuga hvort Árni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi Hafnafjarðar geti verið fundarstjóri

2. Fundi slitið kl. 18.00 – næsti fundur ákveðin á sama stað og tíma þann 24. ágúst n.k.