Starfsdagur stjórnar 19. ágúst 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, starfsdagur 19. ágúst 2014 í á Kex Hostel kl. 09:00-12:25

Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín

1. Farið yfir verkefni sumarsins

  • Sendar voru hamingjuóskir ásamt kynningarbréfi á alla nýútskrifaða tómstundafræðinga um fagfélagið. Nú þegar hafa 6 nýútskrifaðir tómstundafræðingar skráð sig í félagið.
  • Hulda setti sig í samband við Erlend hjá Menntamálaráðuneytinu um fund með nýrri stjórn í september.
  • Elísabet skoðaði möguleika á að senda einstakling á Kompás námskeið í Búdapest. Umsóknafrestur er 1. október og munum við hvetja félagsmenn til að sækja um svo hæfur kompás þjálfari sé innan raða fagfélagsins.
  • Ari kynnti sér styrkjarmöguleika fyrir námsferð FFF til útlanda og kynnti styrkjamöguleika EUF sem mundu henta til að fjármagna verkefnið.

2. Fræðslunefnd

  • Hulda greindi frá starfi fræðslunefndarinnar sem vinnur hörðum höndum við að útbúa fræðsluáætlun FFF fyrir veturinn.
  • Stefnt er að hafa tvo hádegisfundi á hverri önn.
  • Búið er að auglýsa reynslunámsnámskeið og skráning hafin
  • Verið er að kanna möguleika á að halda námskeið í samstarfi við Háskóla Íslands líkt og gert var á síðasta ári.
  • Búið er að skipuleggja fimm námskeið í Litla-Kompás víðsvegar um landið í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn. Þau verð auglýst núna á næstunni.

3. Umsóknir um félagsaðild

Farið yfir umsóknir sem borist hafa félaginu.
Vala Hrönn Margeirsdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu.
Laufey Sif Ingólfsdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun.
Bergþóra Sveinsdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun.
Anna Lísa Ríkharðsdóttir – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu.
John Friðrik Bond Grétarsson – samþykkt, er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu.

4. Starfsáætlun stjórnar 2014/2015

Stjórn útbjó starfsáætlun fyrir árið en hana má nálgast hér.

5. Önnur mál

Ákveðið var að funda fyrsta mánudag hvers mánaðar í hádeginu. Næsti fundur er því 1. september í Selinu á Seltjarnarnesi.

Fundi slitið kl. 12:25

Fundargerð ritar Guðmundur Ari