Leiðbeinandinn í reynslunámi – spennandi námskeið

Nú fer að líða að haustverkunum og eitt af þeim er auðvitað að skoða spennandi námskeið fyrir veturinn. Eitt af þessum námskeiðum er Leiðbeinandinn í reynslunámi – hvar er hann? en það er Björn Vilhjálmsson reynslunámsgúrú sem mun leiðbeina á námskeiðinu. Hugmyndafræði reynslunáms nýtist vel á vettvangi frítímans og því er um að ræða hagnýtt námskeið sem ætti að nýtast vel í starfi – er alveg kjörið tækifæri til símenntunar. Námskeiðið er þrískipt, hálfur dagur í senn og verkefnavinna þess á milli. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: Leiðbeinandinn í reynslunámi_námskeið