Fundargerð fundar 7. nóvember 2011

Fundargerð fundar stjórnar FFF 7. nóvember 2011

Mættir: Hulda, Elísabet, Guðrún, Helgi og Hrafnhildur.

Umsókn um aðild að félaginu:
Tvær umsóknir til umræðu. Báðar samþykktar en annar umsækjandi með aukaðild.
Hulda sendir umsækjendum svar, bætir þeim inn í félagatal og inn á netfangalista – afrit á
Helga sem rukkar um félagsgjald.

Bréfaskriftir:
FFF búið að senda ábendingu til Borgarbyggðar þar sem búið er að leggja niður stöðu íþróttaog æskulýðsfulltrúa og til skóla- og frístundsviðs Reykjavíkurborgar vegna auglýsingar eftir
starfsfólk i í frístundastarf. Formaður skóla- og frístundaráðs Rvk. brást skjótt við og svaraði
ábendingunni.

Kompás námskeið:
Tíu þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu sem gekk vel – hefðu mátt vera fleiri en slapp til.
Elísabet tekur saman umsagnir þátttakenda og kemur þeim til umsjónarmanns námskeiðsins
og verður einnig tengiliður vegna samstarfs varðandi Kompás við Æskulýðsvettvanginn. Þar
þarf helst að huga að samræmingu á námskeiðum að einhverju leiti og samráði vegna
staðsetningar og viðurkenningarskjala.

Hulda sendir þátttakendalista til Erlendar í MMRN en búið er að senda listi yfir þátttakendur á
fyrsta námskeiðinu.

Samstarf við FÍÆT og Samfés:
Helgi fór fyrir hönd stjórnar á fund með fulltrúum þessara aðila. M.a. rætt um óska eftir því
við MMRN að unnið verði að stefnumótun í æskulýðs- og tómstundamálum með
sambærilegum hætti og sú stefna sem unnin var íþróttamálum. Stjórn FFF opin fyrir samstarfi
við þessa aðila.

Kynningarbæklingur og nafnspjöld:
Stjórnarliðar lúslesi uppfærðan kynningarbækling fyrir miðvikudag og sendi athugasemdir á
Huldu. Helgi kemur bæklingnum í prentun ásamt nafnspjöldum áður en hann heldur af landi
brott á fimmtudag. Gott að vera með þetta tilbúið fyrir ráðstefnu um æskulýðsrannsóknir.
Vantar einnig kynningarefni við hin ýmsu tækifæri.

Kynning á Kompás/Compasito:
Stjórnin fékk ósk um að koma og kynna þetta efni á fundi með verkefnisstjórum í
frístundaheimilum hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í mars. Góður fyrirvari og
Hrafnhildur tekur málið að sér. Hulda tengir hana við þá aðila sem komu með ósk um
kynningu en hún fer fram föstudaginn 30. mars kl. 9-11.

Áheyrnarfulltrúi í skóla- og frístundaráð Rvk.:
Félagið tilnefndi fulltrúa í ráðið (eins og fram kemur í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi) en
samkv. fundargerð ráðsins er einungis einn fulltrúi úr frístundastarfi tilnefndur í ráðið og er
hann fulltrúi forstöðumanna frístundamiðstöðva (en óskað var eftir því að forstöðumaður væri
tilnefndur). Áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra, grunnskólastjóra, starfsmanna leikskóla og
fulltrúi kennara hafa verið tilnefndir auk fulltrúa foreldra o.fl. Spurning hvort ekki ætti að vera
einn áheyrnarfulltrúi frá starfsfólki í frístundastarfi á vegum Rvk.borgar. Hulda sendir
óformlega fyrirpurn til formanns ráðsins vegna þessa.Ráðstefna um íslenskar æskulýðsrannsóknir:
Fer fram laugardaginn 18. nóvember. FFF samstarfsaðili í skipulagningu ráðstefnunnar.
Hefðum viljað sjá ráðstefnuna á virkum degi en svona er lífið. Vonandi að félagsmenn
fjölmenni á ráðstefnuna.

Fræðsluefni á heimasíðu:
Stefnan tekin á tvær greinar á mánuði. Hulda ríður á vaðið og sendir samantektarkafla úr MArannsókn sinni inn. Senda á Guðrúnu sem græjar þetta. Hulda í sambandi við Heiðrúnu á
Skaganum og fær upplýsingar um fróðlegt verkefni sem stúlka af Skaganum gerði og fá hana
til að senda líka inn á síðuna. Setja inn sem fast mál á dagskrá stjórnarfunda að koma með
hugmyndir um áhugavert efni til að setja inn á heimasíðu.

Uppfærsla á netfangalista:
Allt of margar endursendingar þegar sent er á nýjasta tenglalista. Hulda gerði samantekt og
endursent í 27 tilvikum. Búið að uppfæra nokkur netföng en ennþá nauðsynlegt að uppfæra 20
netföng. Guðrún leiti þetta fólk upp á facebook og óskar eftir nýjum netföngum. Hringja svo í
þá sem standa út af borðinu eftir það. Hulda og Guðrún í sambandi vegna nánari útfærslu á
þessu.

Næsti fundur stjórnar FFF:
Verður haldinn mánudaginn 5. des. Staðsetning óákveðin en hugmyndir sendar á milli.

Fundi slitið kl. 12.15.