Fundargerð aðalfundar 2011

haldinn á Kaffi Sólon þriðjudaginn 31. maí 2011 kl. 17:00
 Elísabet Pétursdóttir formaður las upp skýrslu stjórnar:SKÝRSLA STJÓRNAR

Helga Margrét Guðmundsdóttir tók til máls og þakkaði fyrir skilmerkilega skýrslu. Í ljós umræðunnar um sameiningu frístundaheimila og grunnskóla í Reykjavík hefur hún áhyggjur af stöðu lengdrar viðverðu úti á landsbyggðinni.

Þóra Melsted tók til máls og sagði frá starfi samstarfshóps um frístundaheimili sem varð til að lokinni ráðstefnunni „Gæði eða geymsla“. Hafa átt fundi með ráðuneytinu og sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar í hópnum koma frá frístundaheimilunum í Reykjavík, Heimili og skóla, menntavísindasviði HÍ og fleiri stöðum.

Helgi Jónsson gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 sem skoðunarmenn reikninga hafa skrifað uppá. Staða félagsins er mjög góð og því lagt til að félagsgjald sé óbreytt, 2500 kr.

Helgi Jónsson gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ársins 2011.

Kosning stjórnarmanna.

Andri Ómarsson og Einar Rafn Þórhallsson hafa lokið tveggja ára stjórnarsetu og gefa ekki kost á sér áfram.

Óskað eftir framboðum í formannskjör. Hulda Valdís Valdimarsdóttir gefur kost á sér og kosin einróma.

Óskað eftir framboðum í tvö embætti stjórnarmanna. Elísabet Pétursdóttir og Hrafnhildur Gísladóttir. Vegna misstaka er Hrafnhildur ekki á félagaskrá. Fundurinn úrskurðaði um kjörgengi hennar og kaus hana í stjórn með fyrirvara um að hún endurnýji umsókn sína og stjórn samþykki hana og hún greiði félagsgjöld. Samþykkt einróma.

Óskað eftir framboðum í tvö embætti varamanna í stjórn. Bryngeir Arnar Bryngeirsson og Unnar Reynisson gefa kost á sér og þeir kosnir einróma.

Óskað eftir framboðum í tvö embætti skoðunarmanna reikninga. Ólafur Þór Ólafsson og Árni Guðmundsson gefa kost á sér og þeir kosnir einróma.

 

Í skýrslu stjórnar var óskað eftir fulltrúum í nefndir og hópa til að skoða ýmis mál:

Samþykkt að stjórn skipi nefnd til að fjalla um inntökuskilyrði í félagið.

Einnig samþykkt að stjórn kalli eftir félagsmönnum í nefnd um vefsíðuna.

Elísabet spyr um áhuga  félagsmanna um fagrit.  Umræður um hvort heppilegt sé fyrir félagið að standa í útgáfu. Eygló vill í ritnefnd blaðs.

Fundi slitið 18:34