Fundur stjórnar 17. desember 2010

Stjórnarfundur í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
föstudaginn 17. desember kl. 8:45 á Kaffitári, Borgartúni
Mættir: Elísabet Pétursdóttir, Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Helgi Jónsson og Andri Ómarsson sem ritaði fundargerð. Einar Rafn boðaði forföll.

1. Styrkur frá Menntamálaráðuneyti
FFF hefur fengið milljón króna styrk frá Menntamálaráðuneytinu til þess að halda námskeið fyrir fagfólk í frítímanum um efni bókarinnar Kompás í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn. Formaður bókar fund með formanni Æskulýðsvettvangsins. Mikilvægt að kynna fyrir félagsmönnum í vefriti.

2. Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir
Farið yfir vel heppnaða ráðstefnu í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ á dögunum um íslenskar æskulýðsrannsóknir. Erindin þóttu einkar áhugaverð og umgjörð ráðstefnunnar var öll til sóma. Ritari athugar möguleikann á að gera erindin aðgengileg á netinu. Fjármálin standa vel, allir útistandandi reikningar hafa verið greiddir og búið er að senda út reikninga fyrir ráðstefnugjöldum.

3. Umsókn um aðild
Umsókn um aðild: Berglind Harpa Bryngeirsdóttir, kt. 0101884-3069, samþykkt.
Umsókn um aukaaðild: Torfi Geir Símonarson, kt. 090589-2539, samþykkt.

4. Félagsgjald
Fráfarandi og núverandi gjaldkerar tóku ákvörðun um að senda félagsmönnum ekki rukkun um félagsgjald í „jólagjöf“ heldur senda út greiðsluseðla strax eftir áramót. Félagsgjald er 2500 með seðilgjaldi.

5. Ábyrgð aðila í félags- og tómstundastarfi
Rætt um skýrslu um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga eftir dr. Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Efnið á svo sannarlega erindi við félagsmenn, ákveðið að fá Ragnhildi á hádegisverðarfund eftir áramót og senda út tengil á skýrsluna í vefriti.

6. Vefrit
Efni í næsta vefrit: Styrkur frá MMR – Vísun á grein Amalíu í Netlu – Jólakveðja frá FFF – Vísun á skýrslu um Ábyrgð í félags- og tómstundastarfi – Vísun í ritgerðir í tómstunda- og félagsmálafræði

7. Hádegisverðarfundir vor 2011
Rætt um fyrirkomulag hádegisverðarfunda  vorið 2011:
7. janúar 2011 – Styrkjámál – umsjón: Elísabet
4. febrúar 2011 – Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags og tómstundastarfi – Umsjón: Hulda
11. mars –
Andri athugar staðsetningu

Fundi slitið 10:15