Fundur stjórnar 14. maí 2008

Fundur hjá  stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Bæjarhálsi 1,  miðvikudaginn 14. maí. 2008 og hófst hann kl 09.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir, Heiðrún Janusardóttir,. Héðinn Sveinbjörnsson og Nilsina Larsen Einarsdóttir. Andri Ómarsson kom kl 10.00.


Dagskrá :

1.Reikningar félagsins. Héðinn fór yfir bókhaldið og yfir rekstrareikning fyrir árið 2007.

2. Inntaka nýrra félaga. Ein umsókn hefur borist og er formanni falið að svara erindinu.

3.Ársskýrsla. Farið var yfir drög að ársskýrslu og Heiðrún  og Magga klára hana fyrir næsta fund stjórnar sem verður 20.maí.

4. Siðareglur. Heiðrún fór yfir vinnuna. Stefnt að því að leggja siðareglur til samþykktar á aðalfundi

5. Lagabreytingar.  Magga gerði grein fyrir vinnu laganefndar og kynnti tillögur til   lagabreytinga.Umræður. Stjórn sendir frá sér tvær tillögur til breytinga. Verða þær sendar út til félagsmanna fyrir föstudaginn 16. maí.

6. Stjórnskipan. Umræðu frestað til næsta fundar.

7. Fundarstjóri  og fundargögn fyrir aðalfund. Umræðu frestað til næsta fundar.

8. Félagatal. Mikið liggur á að koma félagatalinu í gott horf.. Héðinn fer í að tékka af hvort ekki sé öruggt að allir félagar fái gíróseðla. Umræður um hvort og þá hvernig fólk dettur út úr félaginu.

Fundi slitið kl 11.30. Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 20.maí kl 17.30 í Þorpinu, Akranesi.
Heiðrún ritari.