Fundur stjórnar 27. desember 2007

Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 17 fimmtudaginn 27. desember kl 17:00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir,Andri Ómarsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Heiðrún Janusardóttir, Nilsína Einarsdóttir, Steingerður Kristjánsdóttir.

Dagskrá fundarins :

1.      Kynning í Kennó. Magga og Eygló sögðu frá kynningu á félaginu fyrir nemendur í tómstundafræðum í KHÍ. Umræða um inntöku í félagið. Oft hafa inntökureglurnar í félagið verið gagnrýndar. Stjórnin ákvað að boða til félagsfundar um lagabreytingar með aðaláherslu á inntökureglur í félagið. Stefnan tekin á febrúar.

2.      Hádegisverðarfundur 17. janúar. Andri kynnir verkefnið sitt. Ath með að fá fyrirlesara  á hádegisverðafundinn  21. feb. Eygló tekur að sé að athuga það.

3.      Verndum þau. Nýr samningur við Menntamálaráðuneytið um 25 námskeið. Ákveðið að hitta þær Ólöfu og Þorbjörgu sem fyrst. Magga tekur að sér að senda út bréf til allra sveitafélaga og kynna námskeiðið. Ákveðið að fara fram á að öll námskeiðin fari í gegnum fagfélagið. Andri gengur frá viðurkenningarskjölum.

4.      Nýir félagar. Björn Finsson, Bryngeir Arnar Bryngeirsson. Björn og Bryngeir eru  boðnir velkomnir.

5.      Stefnt á starfsdag sem fyrst.Myndataka á starfsdegi.

6.      Bréf frá Menntamálaráðuneytinu þar sem menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar eftirtalin frumvörp:

Grunnskólar, 285.mál, (heildarlög),www.althingi.is/altext/135/s/0319.html

Framhaldsskólar, 286.mál, (heildarlög)www.althingi.is/altext/135/s/0320.html

Leikskólar, 287. mál, (heildarlög),www.althingi.is/altext/135/s/0321.html

Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288.mál (kröfur til kennaramenntunar ofl)www.althingi.is/altext/135/s/0322.html

7.      Næsti fundur ákveðinn 9. janúar kl 9.00 í Selinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19.50

Heiðrún ritari