Fundur stjórnar 5. september 2007

 
Fundur í stjórn Félagsfagfólks í frítímaþjónustu haldinn í Félagsmiðstöðinni Selinu, Seltjarnarnesi og hófst fundurinn kl 09.00

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri, og Heiðrún Janusardóttir ritari. Auk þess mætti á fundinn Nilsína úr varastjórn.


Dagskrá Fundarins:

1.      Málþing-undirbúningur

Magga er búin að tala við Bjarna Gunnars formann FÍÆT varðandi samstarf og tengingu við félagsmenn. Einnig stefnt að því að fá kynningu innan Samfés.  Málþingið verður undir yfirskriftinni ,,Hver vinnur með börnunum okkar”. Stefnan að hafa málþingið ókeypis fyrir félagsmenn. Rætt um fyrirlesara. Mikilvægt að gera vel við félagsmenn og hafa málþingið umfram allt skemmtilegt en líka fræðandi. Stefnan tekin á laugardaginn 27. okt. síðasta vetrardag.  Starfsdagur stjórnar þar sem gengið verður endanlega frá málþinginu verður sunnudaginn 16. sept. kl 14.00. -20.00.

2.      Hádegisverðarfundir-skipulag fram að jólum.

13. september – Umræður um starf félagsins í vetur. Magga

18. október – Félagsfærnihópar í félagsmiðstöðvum. Heiðrún

15. nóvember – Eygló ábyrgðarmaður –Gísli Árni

13. desember – Andri ábyrgðarmaður- Bókarýni

Ábyrgðarmenn hringi í Sólon c.a tveimur dögum fyrir fund til að minn á.

 

3.      Heimasíða Fagfélagsins  og myndataka stjórnar. Myndataka stjórnar verður á starfsdegi. Ákveðið að byrja á því að safna markvisst fyrirlesurum og námskeiðshöldurum í Gullakistuna. Andri hefur verið duglegur að setja inn fundargerðirnar og eins bréfið frá formanni. Heimasíðan virðist haldast inni núna. Spurning frá Andra um Hollvinasamtök heimasíðunnar. Eygló útskýrði tilurð þess í sögulegu samhengi.

4.      Önnur mál

Fastur fundartími verður 1. miðvikudag í mánuði kl 09.00

Eygló breytir hjá þjóðskrá /fyrirtækjaskrá RSK upplýsingum um félagið

Verndum Þau. – Póstur frá Erlendi þar sem óskað eftir viðræðum um áframhaldandi samstarfi. Margrét fer í að finna fundartíma með Erlendi.

Fjölmiðlanefnd – Eygló og Steingerður eru með málið í farvegi.

Framtíðarhópur Samfés. Stjórnin tilnefnir Nilsínu sem sinn fulltrúa.

Aðalfundur í vor. Stefnt á fimmtudaginn 29. maí kl 16.00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 10.40

Heiðrún ritari