ALÞINGI SAMÞYKKIR NÝ ÆSKULÝÐSLÖG

Uppfærð útgáfa með Æskulýðslögum  
Nú hefur Alþingi íslendinga samþykkt ný æskulýðslög. Stjórn félagsins voru á sínum tíma send drögin að lögunum til umsagnar og umfjöllunar. Nú eru þau sem sagt tekið gildi og þætti okkur félagsmaður góður gott ef þú hefur skoðun á nýju lögunum að senda okkur pistil um það. Í framhaldinu er ekki ólíklegt að hádegisverðarfundur félagsins í maí fari í umræður um lögin. Til að vekja fólk til umhugsunar lætur ritstjórn heimasíðunnar eina grein lagana fljóta með. Hvað finnst þér kæri félagsmaður???

Í 3. mgr. er lagt til að óheimilt verði að ráða til starfa hjá aðilum sem 2. gr. frumvarpsins tekur til, og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sá kafli laganna fjallar um kynferðisbrot. Skv. 3. mgr. gildir það sama um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkinefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs. Í öllum tilvikum er hér miðað við þá sem ráðast til starfa eða starfa sem sjálfboðaliðar með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri og eru þau aldursmörk í samræmi við sambærilegt verndarákvæði sem finna má í 36. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.