MEISTARANÁM Í KHÍ

Í haust nk. hefst  meistaranám í tómstundafræðum og þroskaþjálfafræðum við Kennaraháskóla Íslands.

Þetta mun vera “nýtt” nám við Kennaraháskóla Íslands, þ.e. nýtt skipulag sem meðal annars felst í því að nemendum á öllum brautum gefst nú kostur á að lengja nám sitt í 5 ár og taka meistaragráðu. Því hefst meistaranám í tómstundafræðum haustið 2007. Námið er að sjálfögðu einnig opið öðrum en þeim sem þegar eru í skólanum. Um verður að ræða tveggja ára 60 eininga M.ed. nám, sem hægt er að taka á lengri tíma.

Af þessu tilefni mun Vanda Sigurgeirsdóttir kynna námið á hádegisverðarfundi FFF kl. 12.00 á Sólon fimmtudaginn 22. mars. Nú er um að gera og mæta ágætu félagar og fræðast nánar um hvaða möguleikar eru í boði innan okkar geira.

Stjórnin