Guðmundur Ari verkefnastjóri VAXA appsins stígur á stokk í fyrstu fræðslu vetrarins og kynnir hvernig hægt er að nýta VAXA appið til að halda utan um mætingu og nám sem fram fer í æskulýðsstarfi.
Félagsmiðstöðvastarfsfólk mun einnig segja reynslusögur af hvernig hefur gengið að fara af stað með appið í starfinu. Þetta er því kjörið tækifæri til að kynnast nýsköpun í æskulýðsstarfi og hvernig hún geti nýst á þinni starfsstöð!
Hvar: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
Hvenær: Þriðjudaginn 15. september kl. 12:05 – 13:00.
Fræðslunni verður að sjálfsögðu streymt fyrir þá sem eiga þess ekki kost að vera með okkur í raunheimum. Linkur á streymið verður settur inn á viðburð fræðslunnar: https://www.facebook.com/events/666896363928932
Boðið verður upp á léttar veitingar!