Fimmtudaginn 27.mars sl. hélt fagfélagið hádegisverðarfund undir yfirskriftinni Virðing og umhyggja – Á vettvangi frítímans. Á fundinum flutti dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis-menntunarfræðum við Háskóla Íslands, erindi sem hún byggði á nýútkominni bók sinni, Virðing og fagmennska – Ákall 21.aldarinnar.
Í erindinu fjallaði hún um ígrundun fagfólks á starfi sínu og starfsumhverfi, sjálfsvirðingu fagstétta og uppeldis-og menntunarsýn. Fundargestir voru ánægðir með fundinn og Sigrún veitti góðfúslegt leyfi fyrir því að glærurnar hennar yrðu aðgengilegar félagsmönnum á netinu.
Sigrún Aðalbjarnardóttir – Virðing og umhyggja – Hádegisverðarfyrirlestur FFF 27. mars 2008