Samantekt frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu vegna námskeiðanna Verndum þau
Félag fagfólks í frítímaþjónustu í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og höfunda bókarinnar Verndum þau, þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir eru búin að halda tíu námskeið víðsvegar um landið á tímabilinu 5. október 2006 til 23. janúar 2007.
Staðir og dagsetningar:
- Reykjanesbær 5. október
- Vesturbyggð 9. nóvember
- Árborg 16. nóvember
- ÍTR 23. nóvember
- Vopnafjörður 4. desember
- Akureyri 11.-12. janúar fjögur námskeið
- ÍTR Frístundaheimili Tónabæjar 22. janúar.
Heildarfjöldi þátttakenda er 256 manns og meðaltal á námskeiði 26. manns.
Samkvæmt úrvinnslu á matsblöðum sem þátttakendur útfylla í lok námskeiða þá fá námskeiðin mjög góða umsögn. Hér að neðan má sjá samantekt í prósentutölu á svari við spurningu eitt á matsblaði.
1. Hversu gagnlegt telur þú námskeiðið vera fyrir þig sem starfsmann?
( 63% ) mjög mikið ( 32% ) mikið(5% ) nokkuð(0% ) lítið ( 0% ) mjög lítið
Með kæri kveðju,
F.h. Stjórn Félags fagfólks í frítímaþjónustu
Margrét Sigurðardóttir