Málþing FFF, Hver vinnur með börnunum okkar í frítímanum?, fór fram á Grand Hótel laugardaginn 27. október síðastliðinn.
Málþinginu, sem var öllum opið, var ætlað að varpa ljósi á gildi og viðmið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvað kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbeinenda.
Stjórn FFF hafði leitað til Bandalags íslenskra skáta, Félags íþrótta, æskulýðs og tómstundafulltrúa, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, KFUM og KFUK og Ungmennafélags Íslands sem sendu fulltrúa sína á málþingið og kynntu hvernig þessum málum er háttað hjá sínu félagi/samtökum.
Hér fyrir neða birtum við glærur fyrirlesarana með góðfúslegu leyfi þeirra:
Setning málþings – Margrét Sigurðardóttir, formaður FFF
Ragnar Snær Karlsson, fræðslufulltrúi KFUM og KFUK
Torfi Jóhannsson, svæðisfulltrúi Ungmennafélags Íslands
Andri Stefánsson, sviðsstjóri afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Bjarni Gunnarsson, formaður Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur í stjórn Bandalags íslenskra skáta
Eygló Rúnarsdóttir, varaformaður FFF, tók saman helstu niðurstöður málþingsins.