TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMINN

Málstofa 29. nóvember í Bratta, Kennaraháskóla Íslands
Málstofuna halda nemendur og kennarar í námskeiðinu tómstundafræði, sem er hluti af nýju meistaranámi í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ.

Allir eru velkomnir, ekkert kostar en hægt er að kaupa kaffi, mat og meðlæti í mötuneyti skólans.

08.45    Skráning og afhending gagna

09.00    Setning

Árni Guðmundsson aðjúnkt KHÍ

09.15    Elskað barn hefur mörg nöfn!

Trausti Jónsson

Hvaða menntunarheiti eigum við að bera? Farið í skilgreiningar og hugtakanotkun innan frítímans eða er rétt að segja frjálsa tímans eða…

09.45    Kaffi

10.15    Réttur barna til að segja sína skoðun: lýðræðisleg gildi og vellíðan barna

Elísabet Pétursdóttir

Rétturinn til þess að mynda skoðun og fá tækifæri til þess að tjá hana telst til almennra réttinda í lýðræðislegu samfélagi og eru börn þar engin undantekning. Þau eru minnihlutahópur sem er háður velvild hinna fullorðna hvað varðar það að koma skoðunum sínum á framfæri. Það að geta sagt sína skoðun er ekki aðeins mikilvægt fyrir barnið út frá lýðræðislegu sjónarmiði heldur einnig út frá velferð þess og til að það upplifi sig sem mikilvægan einstakling í samfélaginu. Það eykur sjálfstraust barnsins að fá tækifæra til að láta skoðanir sýnar í ljós og að þær séu virtar og ræddar.

Í erindi mínu ætla ég að fjalla um 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og tengja hana við grunnskólann og vellíðan barna.

10.45    Stelpulegur og strákaleg – Um kynbundin áhugamál barna og unglinga

Gerður Dýrfjörð

Fjallað er um þátttöku stelpna og stráka í tómstundum og skoðað hvort forsendur til þátttöku séu þær sömu.

11.15    Tómstundir frá sjónarhóli barna

Vanda Sigurgeirsdóttir

31. grein Barnasáttmálans, um rétt barna til tómstunda og leikja, fær að mínu mati ekki þá umfjöllun sem hún á skilið. Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga börn ekki aðeins rétt á tómstundum heldur einnig rétt á að hafa skoðanir á hvernig þessar tómstundir eiga að vera. Erum við á Íslandi að virða þennan rétt? Að undanförnu hafa ýmsir fræðimenn bent á að í rannsóknum sem beinast að börnum verði sjónarhóll barna (child perspective) oft útundan og að barnarannsóknir séu gerðar á börnum en ekki með börnum. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á Norðurlöndum og víðar þar sem sjónarhóll barna er í brennidepli en fáar eða engin þessara rannsókna, eftir því sem næst verður komist, hafa fjallað um tómstundastarf og frítímann, sem er þó stór þáttur í lífi barna í dag. Í erindinu verður sagt frá fyrirhuguðu doktorsverkefni um hvernig börn á Íslandi upplifa sitt daglega líf, með sérstakri áherslu á frítímann og tómstundastarf.

11.45   Umræður

12.15   Hádegishlé

13.00   Frítími unglinga með sérþarfir

Guðrún Björk Freysteinsdóttir

Hvað er í boði fyrir unglinga með sérþarfir í Reykjavík? Hafa þau sömu möguleika til frítímastarfs og aðrir? Eru þessir unglingar að sækja þá þjónustu sem í boði er?

Farið verður yfir þá starfsemi sem er til staðar fyrir unglinga með fötlun af einhverju tagi.

13.30   Fer ég í jólaköttinn í ár? Tómstundir og börn sem búa við fátækt

Unnar Þór Reynisson

14.00   Umræður

14.30    Njótum – Sköpum – Lærum. Börn og útivera

Egill Heiðar Gíslason

Í erindi mínum mun ég fjalla um að börn er sífellt að fjarlægast náttúruna og umhverfi þeirra er að verða meira staðlað.   Nútímasamfélagið gerir   auknar kröfur um vernd og eftirlit. Þannig er sífellt verið að skerða athafnafrelsi barna til frjálsra leikja aðgangur þeirra, sérstaklega í þéttbýli,   að náttúrlegu hefur minnkað og tækifærin til þess njóta hennar eru ekki þau sömu og áður.   En hvernig er hægt að bregðast við er ekki útivera barna þar sem þau fá að njóta – skapa og læra lykill að umhverfisverndarstefnu framtíðarinnar.

15.00    Kaffi

15.15    Leikir

Hrönn Hrafnkelsdóttir

Fjallað verður m.a. um það af hverju við notum leiki í tómstundastarfi með börnum og unglingum og mikilvægi þess. Hvað eru leikir og hver er tengingin milli leikja og frítíma.

15.45    Tómstundir og túrismi

Einar Rafn Þorhallsson

16.15    Umræður

16.45    Ráðstefnulok