Starfsdagur stjórnar 16. september 2007

Starfsdagur stjórnar Félags fagfólks í frítímaþjónustu haldinn að Víghólastíg 3, Kópavogi sunnudaginn 16. september og hófst fundurinn kl 14.00.

Mættir: Margrét Sigurðardóttir, formaður, Eygló Rúnarsdóttir varaformaður, Andri Ómarsson umsjónarmaður heimasíðu/meðstjórnandi, Héðinn Sveinbjörnsson gjaldkeri, og Heiðrún Janusardóttir ritari.


Dagskrá fundarins:

1. Umsókn um inngöngu í félagið: Guðrún Margrét Snorradóttir óskar eftir inngöngu og er samþykkt inn í félagið og boðin velkomin.

2. Verndum þau. Fundur með Erlendi í menntamálaráðuneytinu þann 19. september, varðandi áframhaldandi samstarf.

3. Málþing.
Eftir miklar umræður var ákveðið að leggja upp með málþing sem beinir sjónum að fagmennsku í frítímastarfi. Stefnt er að því að fá sem fulltrúa frá sem flestum félögum sem vinna með börn og unglinga í frítímanum t.d Skátunum, KFUM og K, ÍSÍ, fulltrúa tómstunda/íþrótta/forvarnarnefnda sveitafélaga (eða FÍÆT), fulltrúa úr Fagfélaginu, ÍSÍ. Mörg nöfn komu upp og verður unnið áfram með þær hugmyndir.
Málþing byrjar kl 13.00 og því lýkur kl 17.00. Kaffitími í 20 mínútur. Ætlunin er að hafa hópavinnu (open space) eftir innleggið. Fá c.a 5 aðila með 15 mínútna innlegg. Formaður setur málþingið og byrjar á að kynna félagið.
Ákveðið að senda formlegt bréf  til félaganna og óska eftir fólki til að vera með innlegg.

4. Heimasíða. Unnið í að laga tengla, netföng ofl. Samþykkt að kanna í vetur hvort eitthvað annað form á heimasíðu henti betur og hvort við eigum að skipta yfir í einfaldara kerfi.

5. Minnt á fund hjá Erlendi í Menntamálaráðuneytinu miðvikudag 19.sept .kl 13.30.Heirðún, Magga og Héðinn fara á fundinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 17.30