Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. Að þessu sinni er boðið upp á 300 rafræna fyrirlestra um flest það sem viðkemur uppeldis- og menntavísindum.
Aðalfyrirlesari Menntakvikunnar 2020 er Guðrún V. Stefánsdóttir, prófessor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Hennar erindi nefnist: „Þroskaþjálfafræði á krossgötum: Gamlar og nýjar áskoranir“.
Erindið verður í beinu streymi 2. október kl. 12.30, á Alþjóðlegum degi þroskaþjálfa.
Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar um Menntakvikuna, dagskrá, málstofur og fyrirlesara er hægt að nálgast á slóðinni https://menntakvika.hi.is/