Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Uncategorized
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris, Peta og BirnaMánudagur 28. febrúar Fundur settur kl. 08:45Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi Síðustu fræðslur voru á Austurlandi og um 10-12 ára starf. Fræðsla á Austurlandi var flott, gekk vel og fengum við höfðinglegar móttökur. Upptaka af fræðslunni er aðgengileg á Facebook síðu félagsins fyrir áhugasama. Á dagskránni var umræðufundur um 10-12 ára starf sem gekk því miður ekki þar sem ekki náðist þátttaka á ZOOM og féll hún því niður.Næsta fræðsla er um starf með eldri borgurum og verður hún þann 16. mars. Kynnt verður hugmyndafræði samfélagshúsa í Reykjavík og sagt frá árangri og reynslu þar af, ásamt kynningu á átaksverkefni í Skagafirði. Verður hún haldin í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Gísli sér um fræðsluna og Elísabet ætlar að vera með á staðnum. Í apríl er…
Read More
Fundur stjórnar í febrúar

Fundur stjórnar í febrúar

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris og PetaMánudagur 31. janúar 2021Fundur settur kl. 9:00Staður: Kaffitár, Nýbýlavegi Ákveðið að setja hluta fjármagns félagsins í sjóð hjá Íslandsbanka. Næstu fræðslurJanúarfræðslu félagsins sem átti að fara fram á austurlandi var frestað fram í febrúar vegna faraldursins. Næsta fræðsla sem fer fram 16. febrúar er umræðufundur um málefni 10 - 12 ára starfs. Undirb´úningur á góðu r´´oli. Fræðsla félagsins í mars er um starf með eldri borgurum og er undirbúningur kominn vel á veg. Fræðslan verður í raunheimum en einnig verður streymt frá henni. Gísli vinnur í að finna sal. Í apríl verður síðasti hlekkur hringferðarinnar þar sem boðið verður upp á fræðslu á norðurlandi, nánar tiltekið á Dalvík. 2. Aðalfundur félagsins fer fram 28. apríl og fer Elísabet í að finna sal/húsnæði og…
Read More
Fundur stjórnar í janúar

Fundur stjórnar í janúar

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst, Íris, Ásgerður, Peta og BirnaMiðvikudagur 5. janúar 2021Fundur settur kl. 08:45Staður: ZOOM Næsta fræðsla - Hringferð Austurland. Allur undirbúningur fyrir austan er kominn vel á veg og flug fyrir stjórnarmenn sem fara á austur verða bókuð í dag. Íris, Ásgerður og Birna fara fyrir hönd stjórnar. Jólaglögg og afhending viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni fór fram í desember og gekk vel þó fámennt hafi verið í salnum. Ef til vill má rekja það til kórónuveirufaraldursins. Fræðslur sem eftir eru í vetur.Umræðufundur um 10-12 ára starf. Birna sér um hann og er viðburðurinn er tilbúinn. Hún er að vinna í kynningu og ætlar að setja inn í viðburðinn betri lýsingu. Fræðsla um starf með eldri borgurum er á dagskrá í mars. Gísli sér um þá fræðslu og er…
Read More
Gleymda starfsstéttin

Gleymda starfsstéttin

Fréttir
Þriðjudaginn 21. desember 2021. Í ljósi nýrra sóttvarnatakmarkana stjórnvalda sem gripið verður til á miðnætti annað kvöld og vegna viðtals heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra við fjölmiðla í hádeginu í dag, finnum við í stjórn Félags fagfólks í frístundaþjónustu (FFF) okkur knúin til að koma eftirfarandi á framfæri. Á vettvangi frístunda starfar fjöldi fólks sem hefur það að leiðarljósi að bjóða börnum og unglingum sem sækja frístundaheimili og félagsmiðstöðvar upp á faglegt frístundastarf. Frá upphafi faraldursins hefur þetta frábæra fagfólk okkar unnið undir miklu álagi og staðið í ströngu við að finna nýjar leiðir til að halda úti eins hefðbundinni og óskertri starfsemi og gildandi takmarkanir hafa boðið upp á hverju sinni. Á frístundaheimilum er yngsta stigi grunnskóla boðið upp á faglegt frístundastarf frá lokum skóladags til klukkan fimm en félagsmiðstöðvarnar sækja…
Read More
Fundargerð Aðalfundar 2021

Fundargerð Aðalfundar 2021

Uncategorized
Staðsetning: Frístundamiðstöðin Ársel og ZoomFimmtudaginn 20. maí 2021Fundarstjóri: Árni GuðmundssonFundarritari: Gísli Felix Ragnarsson Fundur settur kl. 17:30 Formaður kynnir skýrslu stjórnar Heimsfaraldur kórónuveirunnar setti eðlilega mikið mark á starfsemi félagsins á liðnu starfsári félagsins. Farið var í kynningarátak í ár og plakat með dagskrá félagsins send öllum sveitarfélögum landsins. Í haust var tekin ákvörðun um að kaupa aðgang að Zoom fjarfundarkerfinu svo halda mætti starfsemi félagsins hvað fræðslur varðar en í ár voru haldnar ýmist fræðslur eða umræðufundir mánaðarlega. Fyrirhuguð skemmtun félaga í desember féll niður vegna veirunnar skæðu. Formaður og varaformaður tóku sér einnig sæti í „Sófanum“ – podcast þætti Samfés. Skýrslan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ársreikningar Gjaldkeri kynnir ársreikninga félagsins og ber þá fram til samþykktar með fyrirvara um að skoðunarmenn eiga eftir að yfirfara reikninga.…
Read More
Fundur stjórnar í nóvember

Fundur stjórnar í nóvember

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Mættir eru: Gísli, Elísabet, Ágúst og PetaFundur settur kl. 09:00 Síðasta fræðsla var fræðsla frá Hrefnu um Hinsegin félagsmiðstöðina og heppnaðist hún mjög vel, mikil ánægja með erindið. Næsta fræðsla er annar hluti hringferðar félagsins, á Vesturlandi. Ester sem býr og starfar á Hólmavík hittir fulltrúa stjórnar á miðri leið á Reykhólum og heldur þar fræðslu sem verður einnig streymt. Félagið leigir bílaleigubíl. Íris og Elísabet sjá um fræðsluna. Félagið er að vinna í styrkumsókn vegna styrks frá Félagsmálaráðuneytinu til að greiða kostnað vegna hringferðarinnar. Elísabet og Íris kl´´ara málið. Ferðanefnd er í sambandi við Óla hjá Rannís vegna stykrja fyrir ferð og áætlað er að skoða kosti þess að fara í áskrift að reglulegum styrkjum fyrir námsferðum sem Óli mælti með. Í vinnslu. Nefnd um lokaverkefnaverðlaun er loks komin…
Read More
Fundur stjórnar í mars

Fundur stjórnar í mars

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Mættir eru: Ágúst, Gísli, Íris, Elísabet, Peta og Ása Fundur settur kl. 18:25 Næsta fræðsla. Á dagskrá er viðburðurinn „Sögur af vettvangi“ og er Íris búin að hafa samband við Hrefnu hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni og Siggu sem er tómstundafræðingur starfandi hjá Stuðlum. Báðar eru jákvæðar og þurfum við bara að festa nákvæma tímasetningu og staðfesta við þær. Ágúst hafði líka samband við Bryngeir sem hefur áhuga á að koma inn með erindi. Fræðslan verður rafræn í þetta skiptið og ákveðið var að nýta þetta form áfram eftir covid til að ná til fleiri aðila og víðari hóps.Utanlandsferð. Rætt hefur verið að halda uppi samstarfi við Eistland sem opnar möguleikann á að fara út fyrir Evrópu og þá er verið að skoða Ástralíu.Stjórnarskipti. Næsti fundur er sá síðasti fyrir aðalfund og…
Read More
Fundur stjórnar í febrúar

Fundur stjórnar í febrúar

Skýrslur og fundargerðir
Fundur stjórnar 3. febrúar 2021    Mættir: Peta, Gísli, Ágúst, Elísabet, BirnaFundur settur kl. 10:30 Félagsgjöld. Greiðslur koma inn hægt og rólega. 107 hafa greitt, 5 verið niðurfelldir og 111 ógreiddir.Umræðufundur í næstu viku. Samkvæmt dagskrá er á dagskrá umræðufundur um kjaramál tómstundafræðinga. Stjórn telur að mikill áhugi sé til staðar á umræðum um kjaramálin og ætla Ágúst og Birna að byrja með kveikju og stýra aðeins umræðum. Gísli tekur að sér að skrifa niður punkta. Beiðni um samstarf. Samtökin Professional open youth work in Europe (POYWE) hafa óskað eftir fundi með stjórn fagfélagsins og ætla Ágúst og Gísli að taka það að sér.Önnur mál.Stefnt er að því að hafa vinnufund stjórnar á næstunni til að undirbúa aðalfund og stjórnarskipti. Fundi slitið kl. 11:25
Read More
Fundur stjórnar í janúar

Fundur stjórnar í janúar

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir, Uncategorized
Fundur stjórnar 6. janúar 2021    Mættir: Peta, Gísli, Ágúst, Elísabet, BirnaFundur settur kl. 10:35 Staðan á næsta viðburði. Næsti viðburður félagsins er umræðufundur um frístundastarf fatlaðra barna, unglinga og ungmenna sem fer fram á Zoom þann 12. janúar nk. Ágúst stýrir þeim viðburði og setur upp viðburð á facebook og undirbýr.Sófinn. Íris og Ágúst fóru í „Sófann“, hlaðvarp Plússins sem fagfélagið verður hluti af. Ræddu þau mest um unglingalýðræði og gekk það bara vel. Þátturinn fer í loftið fljótlega.Boð um þátttöku í sam-evrópsku félagi frístundastarfsfólk. Til stendur að stofna samtökin European Network of National Youth Workers Associations sem á að vera sterkari sameiginlegur málsvari frístundastarfs í Evrópu. Þessi hugmynd varð til á nýafstaðinni ráðstefnu ECYC sem Guðmundur Ari sat. Stjórn felur Ágústi formanni að vinna áfram í þessu og sitja næsta…
Read More
Fundur stjórnar í desember

Fundur stjórnar í desember

Fréttir, Skýrslur og fundargerðir
Fundur stjórnar 2. desember 2020      Mættir: Peta, Gísli, Birna, Ágúst, Elísabet, ÍrisFundur settur kl. 10:35 Staðan á VAXA verkefninu. Guðmundur Ari kom inn í upphafi fundarins og sagði frá stöðunni á VAXA. Verið er að leita að stærri samstarfsaðilum til að tryggja tekjur og búið er að funda með Samfés og Reykjavíkurborg. Hugmynd skapaðist á fundi með Samfés um að leita eftir styrkjum sem myndu dekka innleiðingu á appinu inn í félagsmiðstöðvar á Íslandi. Sem stendur skuldar fyrirtækið 640.000 krónur. Staðan í samfélaginu hefur haft mikil neikvæð áhrif á innleiðingu og söluferli.Samtal um upplýsingamiðlun félagsins. Ágúst leggur til að stofnuð verði instagram síða fyrir fagfélagið til að deila ákveðinni tegund efnis sem þarf að ná til fleiri aðila. Stjórn er sammála enda instagram orðið ráðandi miðill að miklu leyti. Ágúst, Gísli…
Read More