Tímamóta aðalfundur FFF fór fram á veitingastaðnum Horninu fimmtudaginn 28. maí 2015 eða á 10 ára afmæli félagsins.
Kjörin var ný stjórn en hana skipa
Guðmundur Ari Sigurjónsson – Formaður
Heiðrún Janusardóttir
Katrín Vignisdóttir
Elísabet Pétursdóttir
Bjarki Sigurjónsson
Guðrún Björk Freysteinsdóttir – Varamaður
Hulda Valdís Valdimarsdóttir – Varamaður
Á fundinum voru samþykktar þrjár lagabreytingar.sem fólu í sér nýja skilgreiningu á félaginu, ný markmið og ný inntöku skilyrði.
- Teknar voru út allar tengingar FFF við einstaka aldurshópa eins og ungt fólk enda er félagið félag fagfólks í frítímaþjónustu óháð aldri
- Fellt var út markmið félagsins um að stofna stéttarfélag þar sem það hefur nú þegar náðst og sett voru inn tvö ný markmið í staðin þar sem lagt er áhersla á fræðsluhlutverki FFF
- Að lokum var opnað á inntökuskilyrði í félaginu og eiga núna allir rétt á að gerast aðilar í félaginu sem hafa lokið tómstunda- og félagsmálafræði eða þeir sem starfa á vettvangi frítímans og hafa gert síðastliðna 6 mánuði
Þetta eru stórtíðindi og liður í því að stækka félagið enn frekar en um 30% aukning var á meðlimum í FFF á síðastliðnu starfsári. Stjórnin fékk einnig umboð aðalfundar til að halda áfram með alþjóðlegt samstarf FFF og Fritidsforum.
Það verður því ekki annað sagt en að það séu spennandi tímar framundan hjá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu!