Fjölmargar nýjungar eru á heimasíðunni og mikið af nýjum upplýsingum þar að finna t.d:
Hefur hver verkefnaflokkur nú sér síðu þar sem nálgast má með því að smella á unga fólkið efst á síðunni og nokkrar undirsíður sem birtast í valgluggum vinstra megin á síðunni. Þar er t.d. hægt að nálgast upplýsingar um upphæð styrkja og dæmi um verkefni í öllum flokkum.
Youtube síða EUF hefur verið beintengd við forsíðu nýju heimasíðunar en þar má sjá myndbönd sem búin hafa verið til af styrkþegum í tengslum við verkefni þeirra.
Rafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt á nýju heimasíðunni og má finna það hjá umsóknareyðublöðum og lokaskýrslum í öllum verkefnaflokkum nema flokki 2.1. Við hverjum alla til að nýta sér rafræna umsóknareyðublaðið þar sem það auðveldar umsóknarferlið til muna, t.d. með sjálfvirkri útfyllingu á flestum hlutum fjárhagsáætlunar.
Fyrst og fremst er nýju heimasíðunni ætlað að bæta aðgengi allra sem nýta sér Evrópu unga fólksins að upplýsingum sem tengjast áætluninni.
Njótið vel heimasíðunnar