Kompás námskeið í næstu viku

Félag fagfólks í frítímaþjónustu stendur fyrir námskeiði um efni bókarinnar Kompás – mannréttindafræðsla fyrir ungt fólk – mánudaginn 3. október 2011 kl.15-17:30 og þriðjudaginn 4. október kl. 9-16 í Hlöðunni við Gufunesbæ. Námskeiðið er ætlað fagfólki í frítímaþjónustu, kennurum og sjálfboðaliðum sem starfa á vettvangi mannréttindafræðslu með ungu fólki.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Pétur Björgvin Þorsteinsson sem hefur mikla reynslu af notkun bókarinnar.

Námskeiðið kostar 2.000 kr. og innifalið í því er hádegismatur á þriðjudeginum og kaffitímar báða dagana. Meðlimir í félagi fagfólks í frítímaþjónustu fá eintak af bókinni Kompás sér að kostnaðarlausu en einnig geta allir nálgast rafrænt eintak af bókinni á netinu.

Athugið:

Kompásbókin er aðgengileg á vefnum http://vefir.nams.is/kompas/

Mikilvægt er að kynna sér starf Evrópu-ráðsins í þessu samhengi, sér í lagi mannréttindafræðslu, sjá: http://act4hre.coe.int/

Kompásbókin hefur verið gefin út á fjölda tungumála, sjá nánar á: http://eycb.coe.int/compass/

Mörg samtök og aðrir aðilar bjóða upp á námskeið þessu tengd víða erlendis: http://www.salto-youth.net/

Öflugur vefur um mannréttindamál er á slóðinni: http://www.hrw.org/

Myndband með tónlist Hjaltalín um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna er að finna á: http://www.youtube.com/watch?v=JsPZH5SDRRQ

Mannréttindaskrifstofa Íslands eru mikilvæg félagasamtök á Íslandi í þessu samhengi og er vefur þeirra: http://www.humanrights.is/

Þá er vert að benda á að Kompás á Íslandi er á Facebook.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Pétur Björgvin Þorsteinsson s. 864 8451