KOMPÁS – NÁMSEFNI Í MANNRÉTTINDAFRÆÐSLU

Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins fjallaði Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, um Kompás sem er náms- og kennsluefni um mannréttindi.

Í bókinni eru lýsingar á 49 viðfangsefnum sem byggjast öll á virkri þátttöku nemenda þar sem fjallað er um fjölbreytt málefni og mismunandi réttindi. Í bókinni er einnig að finna hugmyndir og ábendingar um hvað er hægt að gera til að stuðla að mannréttindum, ítarefni um mannréttindi og önnur hnattræn málefni.

Kennsluaðferðir bókarinnar leggja áherslu á að auka þekkingu, efla færni og móta gildismat og viðhorf með aðferðum reynslunáms. Kennaramenntun er ekki skilyrði fyrir notkun efnisins og ekki er nauðsynlegt að vera “sérfræðingur” á sviði mannréttinda til þess að nota Kompás. Því er tilvalið fyrir félagsmenn að nýta sér efnið, sem er mjög aðgengilegt.

Þýðing bókarinnar er á lokastigi og nú er unnið að prófarkarlestri. Hægt er að nálgast bókina á ensku á http://www.ecyb.coe.int/compass/.

Kompás – Glærur frá hádegisverðarfundi FFF föstudaginn 7. nóvember