Erindið var áhugavert en við vinnu verkefnisins tók Ragnheiður viðtöl við 8 unglinga á aldrinum 13-16 ára þar sem hún kannaði meðal annars þekkingu þeirra á starfseminni. Hugmyndin kviknaði í framhaldi af endurteknum spurningum unglinganna til starfsfólks um hvað það væri eiginlega að gera í vinnunni og hvort starfið þar væri launað.
Að erindinu loknu svaraði Ragnheiður spurningum gesta og góðar umræður urðu í kjölfarið. Glærur frá kynningunni má nálgast hér.