HÁDEGISVERÐARFUNDUR Á KAFFI SÓLÓN 24. JANÚAR

Næsti hádegisverðarfundur FFF verður FIMMTUDAGINN 24. janúar á efri hæð Kaffi Sólón í Bankastræti kl: 12:00.

Andri Ómarsson, B.A. í tómstunda og félagsmálafræði frá KHÍ, mun fjalla um lokaverkefnið sitt í tómstundafræði sem fjallar um hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði.

Sjáumst á Kaffi Sólón.

Útdráttur úr ritgerðinni:

Tilgangur með starfi ungmennaráða er að veita unglingum sem ekki hafa kosningarétt fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa vettvang og leiðir til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri.

Til þess að komast að því hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði tók Andri viðtöl við sex unglinga þar sem þau lýsa með eigin orðum reynsluheimi sínum og því sem þau telja sig hafa lært af því að starfa í ungmennaráði. Niðurstöðurnar benda til þess að unglingarnir læri margt og öðlist fjölbreytta reynslu. Þar ber hæst aukna færni í því að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni en sínu eigin og að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Í verkefninu er einnig fjallað um einkenni unglingsáranna, lykilfærni í frítímanum, grunnforsendur ungmennalýðræðis og ungmennaráð. Niðurstöðurnar má nota til þess að sýna fram á mikilvægi þess starfs sem er unnið með ungu fólki á vettvangi ungmennaráða og kosti þess að beita lýðræðislegum vinnubrögðum.