HÁDEGISVERÐARFUNDUR 7. NÓVEMBER

Fyrsti hádegisverðarfundur vetrarins er í seinna fallinu í ár, föstudaginn 7. nóvember kl. 12:00 á Horninu, Hafnarstræti. Þar mum Aldís Yngvadóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofunun, kynna Kompás sem er veglegur fræðslubanki fyrir mannréttindafræðslu sem er kærkomið efni fyrir fagfólk á vettvangi frítímans. Sum ykkar kannast eflaust við enska útgáfu efnisins en Menntamálaráðuneytið fól Námsgagnastofunun að staðfæra og þýða efnið á íslensku.

Hornið býður hádegisverðargestum súpu dagsins og brauð á 750-950 kr.