- Mætt eru: Ágúst, John, Peta, Íris, Ása Eygló og Ásgerður.
- Fimmtudagurinn 3. október 2023
- Staður: Brauð og Co
- Fundur settur kl. 08:30
- Fræðsla þriðjudaginn 10. Október. Anna Valdís kemur og talar um starf tómstundafræðings á Landspítalanum, tryggja að Anna gefi upplýst samþykki um streymi á síðu FFF. Fræðslan er í Hamrinum Hafnafirði og búist er við yfir 50 manns. Eygló stefnir nemendum í Inngang í tómstundafræðum á fræðsluna sér til upplýsinga. Allt tilbúið varðandi kaffi og veitingamál.
Ágúst ávarpar það að streymi á Facebook endist bara í 30 daga og dettur svo sjálfkrafa út og almenn samþykkt um að það sé bara flott og góður tímarammi. - Síðasta fræðsla var vel heppnum, fámenn en góðmenn. Magga var stórglæsileg, fræðslan var engu síðri þrátt fyrir fámenni. Ágætlega sótt á vefnum og verið spurt eftir henni eftir á, svo aðgengi í 30 daga að lokinni fræðslu er gott og heppilegt þegar fólk kemst ekki á nákvæmlega þeim tíma sem fræðslan á sér stað.
Þurfum að tryggja aukið upplýsingaflæði inn í facebook hópinn, deila streymi inn í hópinn eftir á. - Hringferðir. Höfn í Hornafirði 11. Október. Ása og Íris fara á Höfn
- Vesturland Ágúst og John. Ágúst vill fara 23. Nóvember. Ása cc-ar tölvupóstum á John og Gústa
- Styrktarumsóknir. Það eru opnir frestir fyrir félgasmálaráðuneytið. Þurfum að halda fund til að klára umsókn fyrir félagsmálaráðuneytið, Hafnafjarðarbæ og Reykjavíkurborg. Vikan eftir 13. Október gætum við haft rafrænan fund og byrjað að fylla út. Þurfum að sækja um tvo styrki hjá Félagsmálaráðuneytinu, rekstrarstyrk og verkefnastyrk. Peta sótti um hjá HS veitum.
- Youth workers in Europe – Rafrænn upplýsingafundur um stofnun samtaka Youth workers í Evrópu. Ágúst situr upplýsingafundinn 17. Október kl. 12:00 central european time og upplýsir okkur nánar að honum loknum. Fengu kynningu á þessu fyrir ári síðan og stjórnin ekki spennt þá, miklar fjárhæðir og lítið til baka.
- Logo félagsins – Rukkar um nýtt logo Fagfélagsins. Peta svarar að það séu miklar pælingar hjá hönnuðinum hann er með örugglega svona fimm og Peta setur kosningu inn á hóp stjórnar með þær hugmyndir og við veljum topp 2 fyrir félagsmenn til að kjósa á milli.
- Viðburður fyrir næstu fræðslu. Þarf að hafa stöðugt upplýsingaflæði inná heimasíðu, fundargerðir og dagskrá.
- Vaxa. Samfés vildi ekki neitt með appið hafa og það eru fáir sem sjá hag sinn í að nýta appið í starfinu eða upplýsingarnar sem hafa verið skapaðar.
Fundi slitið kl. 10:17.