Mætt eru: Gísli, Ágúst, Peta og Íris.
Fimmtudagur 8. september
Staður: Kaffitár, Borgartúni
Fundur settur kl. 8:50
- Utanlandsferð stjórnar var rædd og er fyrirhugað að fara til Tenerife í nóvember en tveir meðlimir stjórnar fóru þar á námskeið á síðasta starfsári fyrir hönd félagsins. Ferðin er hluti af styrk frá Erasmus+.
- Fræðsludagskrá er í vinnslu og búið er að setja niður lista af því sem boðið verður upp á og staðfesta nokkra. Haldið áfram að vinna í því á næstu dögum með það að markmiði að senda út dagskrá fljótlega.
- Námsferð í vor var rædd og skoðaðir möguleikar á áfangastöðum. Ákveðið að hefja undirbúning á samtali við félagsfólk um væntingar þeirra og óskir til ferðinnar.
- Ráðstefna í vor var einnig rædd og er áætlað að stjórn FFF haldi ráðstefnu undir nafninu Tómstundadagurinn og fái með sér í lið Rannsóknarstofu í Tómstundafræðum og hugsanlega fleiri aðila. Rætt að kalla saman fund hagsmunaðila og ræða fyrirkomulag nánar.
Fundi slitið kl. 9:40.