Mætt eru: Ágúst, Birna, Elísabet, Peta, Íris og Gísli
Fimmtudagur 6. október 2022
Staður: Brauð og Co. á Laugavegi
Fundur settur kl. 8:40
- Verðlaun fyrir fyrirmyndarverkefni heldur áfram í samstarfi við FÍÆT og námsbrautina og taka Ágúst og Elísabet það að sér.
- Fræðsla næstu viku verður í Stakkahlíð og er Birna í sambandi við Trausta og Bjarna.
- Tómstundadagurinn er 24. nóvember og mun Ágúst vinna með Eygló fyrir hönd háskólans að finna þema og vinna að dagskrá.
- Félagatal þarf að fara yfir og uppfæra. Þá þarf einnig að endurskoða reglur félagsins og ætlar Gísli að byrja á því.
- Félagið fékk nýlega styrk frá vestnorræna höfuðborgarsjóðnum til að efla tengingu og samtal fagfólks í höfuðborgum Íslands, Grænlands og Færeyjum. Verkefnið heitir “Awareness and cohesion of professionals in leisure services” og verður framkvæmt á næsta ári.
- Stjórnarferð frestast um ´´oákveðinn tíma vegna misskilnings um hvernig styrkaðild Erasmus+ virkar.
Fundi slitið kl. 9:45